Tengi svona teppi við heimilislíf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 10:00 "Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref,“ segir Þórdís Erla. Vísir/Andri Marinó „Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira