Maya Dunietz flytur verkið Boom Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2015 16:00 Maya er fædd árið 1981 í Ísrael. vísir/listahátíð reykjavíkur Laugardaginn 30. maí mun Maya Dunietz flytja verkið Boom, fyrir píanó, rödd, vídeó og rafhljóðfæri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Maya, sem er tónskáld, píanóleikari og hljóðinnsetningar-listakona, er fædd árið 1981 í Ísrael. Hún hefur samið verk fyrir tónlistarhópa og kóra, komið fram sem píanóleikari og söngvari, flutt gjörninga og hljóðinnsetningar og smíðað rafhljóðfæri. Hún er jafnframt stofnandi tilraunasönghópsins Givol og er í ísraelsku hljómsveitinni Habiluim. Í nýju einleiksverki sínu, Boom, kannar Maya rýmið með bylgjum sem fara um loftið. Með röddinni, píanóinu og einstakri vörpunartækni leikur hún sér að lagskiptingu hljóðs, myndefnis og vitundar. Verkið kannar spírala og lykkjur og fæst við efnisgervingu hljóðsins. Úr hugmyndinni um tónlist, sem hreyfingu lofts innan rýmis, skapar hún upplifun fyrir mörg skilningarvit. Fyrir þetta nýja verk hefur hún þróað einstaka tækni, m.a. lítinn þráðlausan hátalara sem hægt er að hafa í munninum, vörpun líkama á líkama, afturverkun hljóðs og margvítt lag af raf-akústísku hljóði. Verkið var samið fyrir og frumflutt í Palais de Tokyo listamiðstöðinni í París. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Laugardaginn 30. maí mun Maya Dunietz flytja verkið Boom, fyrir píanó, rödd, vídeó og rafhljóðfæri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Maya, sem er tónskáld, píanóleikari og hljóðinnsetningar-listakona, er fædd árið 1981 í Ísrael. Hún hefur samið verk fyrir tónlistarhópa og kóra, komið fram sem píanóleikari og söngvari, flutt gjörninga og hljóðinnsetningar og smíðað rafhljóðfæri. Hún er jafnframt stofnandi tilraunasönghópsins Givol og er í ísraelsku hljómsveitinni Habiluim. Í nýju einleiksverki sínu, Boom, kannar Maya rýmið með bylgjum sem fara um loftið. Með röddinni, píanóinu og einstakri vörpunartækni leikur hún sér að lagskiptingu hljóðs, myndefnis og vitundar. Verkið kannar spírala og lykkjur og fæst við efnisgervingu hljóðsins. Úr hugmyndinni um tónlist, sem hreyfingu lofts innan rýmis, skapar hún upplifun fyrir mörg skilningarvit. Fyrir þetta nýja verk hefur hún þróað einstaka tækni, m.a. lítinn þráðlausan hátalara sem hægt er að hafa í munninum, vörpun líkama á líkama, afturverkun hljóðs og margvítt lag af raf-akústísku hljóði. Verkið var samið fyrir og frumflutt í Palais de Tokyo listamiðstöðinni í París.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira