Björgvin sigraði í þraut sem kallast einfaldlega Murph. Hún samanstendur af 1,6 kílómetra hlaupi, hundrað upphýfingum, tvö hundruð armbeygjum, þrjú hundruð hnébeygjum og öðru jafnlöngu hlaupi. Björgin kláraði þrautina á 38 mínútum og 36 sekúndum en sigur í Murph-þrautinni færir honum þrjú þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.
Þá lenti Björgvin í þrettánda sæti í einstaklingskeppni í snörunarstiga í kjölfarið, en færðist samt úr þriðja sæti í það annað þar sem sigurvegarar í þeirri grein voru fyrir mjög neðarlega.
Annar keppnisdagur heimsleikanna stendur nú yfir og verður keppt til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með heimsleikunum í beinni útsendingu hér að neðan. Klukkan hálftólf hófst einstaklingskeppni kvenna í snörunarstiganum.
Þegar þetta er skrifað stendur Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir best íslenskra kvenna, en hún er í fjórða sæti. Eina íslenska liðið, CrossFit Reykjavík, hefur lokið keppni í dag og er í 33. sæti.
Bein útsending frá einstaklingskeppni í snörunarstiganum