Fabregas var nálægt því að ganga í raðir Real Madrid Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 14:45 Allt er gott á milli okkar, segir Fabregas. vísir/getty Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea, hefur opinberað það að hann hafi átt í viðræðum við Real Madrid fyrir nokkrum árum síðum þegar hann var á mála hjá Arsenal. „Það voru einhverjar samningaviðræður yfir nokkura ára skeið og við mismunandi forseta. Samkomulag náðist aldrei. Það vantaði lokaskrefið," sagði Fabregas aðspurður um hvort hann hafi einhvern tímann verið nálægt því að ganag í raðir Real Madrid. Fabregas spilaði með Spáni gegn Englandi á föstudag þar sem hann lagði upp mark fyrir Mario Gaspar sem var stórkostlegt. Fabregas vippaði þá boltanum á Gaspar sem klippti hann skemmtilega í netið, en lokatölur urðu 2-0 sigur Spánverja. Það hefur ekki gengið né rekið hjá Chelsea á tímabilinu. Þeir eru þremur stigum frá fallsæti eftir tólf leiki eftir að hafa orðið meistarar á síðasta tímabili. „Þetta hefur verið erfitt. Síðasta tímabil var frábært, ef við horfum framhjá Meistaradeildinni. Við unnum ensku úrvalsdeildina og enska deildarbikarinn sem ég hafði aldrei unnið áður. Þetta var stórbrotið ár." „Í ár eru hlutirnir ekki að detat fyrir okkur og úrslitin gefa ekki rétta mynd af hvernig við erum að spila. Við erum að spila betur, en það er enginn heppni. Við verðum að byrja að vinna núna." Mikið hefur verið rætt um Jose Mourinho, stjóra Chelsea. Enskir fjölmiðlar fullyrtu á dögunum að það væri stirt milli Fabregas og Mourinho, en Spánverjinn segir það kjaftæði. „Samband okkar Mourinho er fínt, fínt. Auðvitað þegar þú ert ekki að vinna þá segir fólk hluti og þegar þú vinnur, allt er magnað. Þegar þú ert ekki að vinna þá verður allt erfiðara, en við verðum að standa saman með stuðningsmönnunum og stjóranum." „Það er eini hluturinn sem getur drifið okkur áfram. Enginn er að fara hjálpa okkur. Í Meistaradeildinni getum við sært stórliðin, en núna þurfum við að vakna til lífsins í úrvalsdeildinni. Núna!" sagði Fabregas að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Engin leikmannabylting Jose Mourinho sat fyrir svörum á stirðum blaðamannafundi í hádeginu. 3. nóvember 2015 13:20 Fabregas stendur ekki fyrir uppreisn innan herbúða Chelsea Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas þvertekur fyrir að vera leiðtogi í uppreisn gegn Jose Mourinho, stjóra Chelsea. 3. nóvember 2015 10:15 Sér eftir því að hafa farið til Chelsea Pedro yfirgaf Barcelona í haust og vildi frekar semja við Chelsea heldur en Manchester United. Nú sér kappinn eftir öllu saman enda hefur tími hans hjá Chelsea breyst í hálfgerða martröð. 29. október 2015 09:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea, hefur opinberað það að hann hafi átt í viðræðum við Real Madrid fyrir nokkrum árum síðum þegar hann var á mála hjá Arsenal. „Það voru einhverjar samningaviðræður yfir nokkura ára skeið og við mismunandi forseta. Samkomulag náðist aldrei. Það vantaði lokaskrefið," sagði Fabregas aðspurður um hvort hann hafi einhvern tímann verið nálægt því að ganag í raðir Real Madrid. Fabregas spilaði með Spáni gegn Englandi á föstudag þar sem hann lagði upp mark fyrir Mario Gaspar sem var stórkostlegt. Fabregas vippaði þá boltanum á Gaspar sem klippti hann skemmtilega í netið, en lokatölur urðu 2-0 sigur Spánverja. Það hefur ekki gengið né rekið hjá Chelsea á tímabilinu. Þeir eru þremur stigum frá fallsæti eftir tólf leiki eftir að hafa orðið meistarar á síðasta tímabili. „Þetta hefur verið erfitt. Síðasta tímabil var frábært, ef við horfum framhjá Meistaradeildinni. Við unnum ensku úrvalsdeildina og enska deildarbikarinn sem ég hafði aldrei unnið áður. Þetta var stórbrotið ár." „Í ár eru hlutirnir ekki að detat fyrir okkur og úrslitin gefa ekki rétta mynd af hvernig við erum að spila. Við erum að spila betur, en það er enginn heppni. Við verðum að byrja að vinna núna." Mikið hefur verið rætt um Jose Mourinho, stjóra Chelsea. Enskir fjölmiðlar fullyrtu á dögunum að það væri stirt milli Fabregas og Mourinho, en Spánverjinn segir það kjaftæði. „Samband okkar Mourinho er fínt, fínt. Auðvitað þegar þú ert ekki að vinna þá segir fólk hluti og þegar þú vinnur, allt er magnað. Þegar þú ert ekki að vinna þá verður allt erfiðara, en við verðum að standa saman með stuðningsmönnunum og stjóranum." „Það er eini hluturinn sem getur drifið okkur áfram. Enginn er að fara hjálpa okkur. Í Meistaradeildinni getum við sært stórliðin, en núna þurfum við að vakna til lífsins í úrvalsdeildinni. Núna!" sagði Fabregas að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Engin leikmannabylting Jose Mourinho sat fyrir svörum á stirðum blaðamannafundi í hádeginu. 3. nóvember 2015 13:20 Fabregas stendur ekki fyrir uppreisn innan herbúða Chelsea Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas þvertekur fyrir að vera leiðtogi í uppreisn gegn Jose Mourinho, stjóra Chelsea. 3. nóvember 2015 10:15 Sér eftir því að hafa farið til Chelsea Pedro yfirgaf Barcelona í haust og vildi frekar semja við Chelsea heldur en Manchester United. Nú sér kappinn eftir öllu saman enda hefur tími hans hjá Chelsea breyst í hálfgerða martröð. 29. október 2015 09:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Mourinho: Engin leikmannabylting Jose Mourinho sat fyrir svörum á stirðum blaðamannafundi í hádeginu. 3. nóvember 2015 13:20
Fabregas stendur ekki fyrir uppreisn innan herbúða Chelsea Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas þvertekur fyrir að vera leiðtogi í uppreisn gegn Jose Mourinho, stjóra Chelsea. 3. nóvember 2015 10:15
Sér eftir því að hafa farið til Chelsea Pedro yfirgaf Barcelona í haust og vildi frekar semja við Chelsea heldur en Manchester United. Nú sér kappinn eftir öllu saman enda hefur tími hans hjá Chelsea breyst í hálfgerða martröð. 29. október 2015 09:00