Sigmundur Davíð telur að Ísland hafi ekki átt að vera á lista viljugra þjóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, telur að Ísland hefði ekki átt að vera á lista viljugra þjóða vegna Íraksstríðsins árið 2003. Þá voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, líkt og nú, en Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að Íslandi færi á listann. Afstaða Sigmundar Davíðs kemur fram í skriflegu svari hans við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, varðandi það hvort ráðherrann ætli að biðja Íslendinga afsökunar á því að vera á listanum. Vísar Svandís þar í afsökunarbeiðni Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, á rangri upplýsingagjöf til bresks almennings í aðdraganda Íraksstríðsins. Í svari Sigmundar Davíðs kemur ekkert fram um það hvort hann ætli að gangast fyrir sambærilegri afsökunarbeiðni, eins og Svandís spyr hann um, en í svarinu kemur fram að mati Sigmundar er ekki líku saman að jafna. Hins vegar segir hann: „Það er skoðun ráðherra að ekki hefði átt að heimila bandarískum stjórnvöldum að skrá Ísland á lista sem tengdur var við hernaðaraðgerðir og að eftir birtingu listans hefði verið æskilegt að Íslendingar hefðu áréttað betur, opinberlega, að vera á listanum fæli ekki í sér stuðning við hernaðaraðgerðir eins og fulltrúa bandarískra stjórnvalda hafði verið gert ljóst þegar hann afhenti listann.“ Þá er jafnframt rakið að í þeim gögnum sem liggja fyrir um aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið verði ekki séð „að íslensk stjórnvöld hafi haft nokkra aðkomu að ákvörðun um árás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak, [...]. Þvert á móti sýna gögn málsins að skráning Íslands á lista sem í daglegu tali gekk undir nafninu „listi hinna viljugu þjóða“ hafi verið að frumkvæði bandarískra stjórnvalda og að sá fulltrúi íslenska utanríkisráðuneytisins (skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu) sem veitti listanum viðtöku hafi gert erindreka bandarískra stjórnvalda ljóst að Ísland væri herlaust ríki og gæti ekki stutt hernaðaraðgerðir.“ Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, telur að Ísland hefði ekki átt að vera á lista viljugra þjóða vegna Íraksstríðsins árið 2003. Þá voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, líkt og nú, en Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að Íslandi færi á listann. Afstaða Sigmundar Davíðs kemur fram í skriflegu svari hans við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, varðandi það hvort ráðherrann ætli að biðja Íslendinga afsökunar á því að vera á listanum. Vísar Svandís þar í afsökunarbeiðni Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, á rangri upplýsingagjöf til bresks almennings í aðdraganda Íraksstríðsins. Í svari Sigmundar Davíðs kemur ekkert fram um það hvort hann ætli að gangast fyrir sambærilegri afsökunarbeiðni, eins og Svandís spyr hann um, en í svarinu kemur fram að mati Sigmundar er ekki líku saman að jafna. Hins vegar segir hann: „Það er skoðun ráðherra að ekki hefði átt að heimila bandarískum stjórnvöldum að skrá Ísland á lista sem tengdur var við hernaðaraðgerðir og að eftir birtingu listans hefði verið æskilegt að Íslendingar hefðu áréttað betur, opinberlega, að vera á listanum fæli ekki í sér stuðning við hernaðaraðgerðir eins og fulltrúa bandarískra stjórnvalda hafði verið gert ljóst þegar hann afhenti listann.“ Þá er jafnframt rakið að í þeim gögnum sem liggja fyrir um aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið verði ekki séð „að íslensk stjórnvöld hafi haft nokkra aðkomu að ákvörðun um árás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak, [...]. Þvert á móti sýna gögn málsins að skráning Íslands á lista sem í daglegu tali gekk undir nafninu „listi hinna viljugu þjóða“ hafi verið að frumkvæði bandarískra stjórnvalda og að sá fulltrúi íslenska utanríkisráðuneytisins (skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu) sem veitti listanum viðtöku hafi gert erindreka bandarískra stjórnvalda ljóst að Ísland væri herlaust ríki og gæti ekki stutt hernaðaraðgerðir.“
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent