Sigmundur Davíð telur að Ísland hafi ekki átt að vera á lista viljugra þjóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, telur að Ísland hefði ekki átt að vera á lista viljugra þjóða vegna Íraksstríðsins árið 2003. Þá voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, líkt og nú, en Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að Íslandi færi á listann. Afstaða Sigmundar Davíðs kemur fram í skriflegu svari hans við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, varðandi það hvort ráðherrann ætli að biðja Íslendinga afsökunar á því að vera á listanum. Vísar Svandís þar í afsökunarbeiðni Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, á rangri upplýsingagjöf til bresks almennings í aðdraganda Íraksstríðsins. Í svari Sigmundar Davíðs kemur ekkert fram um það hvort hann ætli að gangast fyrir sambærilegri afsökunarbeiðni, eins og Svandís spyr hann um, en í svarinu kemur fram að mati Sigmundar er ekki líku saman að jafna. Hins vegar segir hann: „Það er skoðun ráðherra að ekki hefði átt að heimila bandarískum stjórnvöldum að skrá Ísland á lista sem tengdur var við hernaðaraðgerðir og að eftir birtingu listans hefði verið æskilegt að Íslendingar hefðu áréttað betur, opinberlega, að vera á listanum fæli ekki í sér stuðning við hernaðaraðgerðir eins og fulltrúa bandarískra stjórnvalda hafði verið gert ljóst þegar hann afhenti listann.“ Þá er jafnframt rakið að í þeim gögnum sem liggja fyrir um aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið verði ekki séð „að íslensk stjórnvöld hafi haft nokkra aðkomu að ákvörðun um árás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak, [...]. Þvert á móti sýna gögn málsins að skráning Íslands á lista sem í daglegu tali gekk undir nafninu „listi hinna viljugu þjóða“ hafi verið að frumkvæði bandarískra stjórnvalda og að sá fulltrúi íslenska utanríkisráðuneytisins (skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu) sem veitti listanum viðtöku hafi gert erindreka bandarískra stjórnvalda ljóst að Ísland væri herlaust ríki og gæti ekki stutt hernaðaraðgerðir.“ Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, telur að Ísland hefði ekki átt að vera á lista viljugra þjóða vegna Íraksstríðsins árið 2003. Þá voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, líkt og nú, en Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að Íslandi færi á listann. Afstaða Sigmundar Davíðs kemur fram í skriflegu svari hans við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, varðandi það hvort ráðherrann ætli að biðja Íslendinga afsökunar á því að vera á listanum. Vísar Svandís þar í afsökunarbeiðni Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, á rangri upplýsingagjöf til bresks almennings í aðdraganda Íraksstríðsins. Í svari Sigmundar Davíðs kemur ekkert fram um það hvort hann ætli að gangast fyrir sambærilegri afsökunarbeiðni, eins og Svandís spyr hann um, en í svarinu kemur fram að mati Sigmundar er ekki líku saman að jafna. Hins vegar segir hann: „Það er skoðun ráðherra að ekki hefði átt að heimila bandarískum stjórnvöldum að skrá Ísland á lista sem tengdur var við hernaðaraðgerðir og að eftir birtingu listans hefði verið æskilegt að Íslendingar hefðu áréttað betur, opinberlega, að vera á listanum fæli ekki í sér stuðning við hernaðaraðgerðir eins og fulltrúa bandarískra stjórnvalda hafði verið gert ljóst þegar hann afhenti listann.“ Þá er jafnframt rakið að í þeim gögnum sem liggja fyrir um aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið verði ekki séð „að íslensk stjórnvöld hafi haft nokkra aðkomu að ákvörðun um árás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak, [...]. Þvert á móti sýna gögn málsins að skráning Íslands á lista sem í daglegu tali gekk undir nafninu „listi hinna viljugu þjóða“ hafi verið að frumkvæði bandarískra stjórnvalda og að sá fulltrúi íslenska utanríkisráðuneytisins (skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu) sem veitti listanum viðtöku hafi gert erindreka bandarískra stjórnvalda ljóst að Ísland væri herlaust ríki og gæti ekki stutt hernaðaraðgerðir.“
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira