Innlent

Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikill fjöldi flugvéla er á ferð og flýgur inn á það svæði þar sem almyrkvi sést.
Mikill fjöldi flugvéla er á ferð og flýgur inn á það svæði þar sem almyrkvi sést. Mynd/Flightradar24
Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er nú gríðarlegur fjöldi flugvéla á ferð í grennd við Ísland til fylgjast með sólmyrkvanum.

Vísir sagði frá því í gær að mikill viðbúnaður væri hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík vegna sólmyrkvans.

Sjá einnig: Sólmyrkvinn í beinni á Vísi

Átta flugumferðarstjórar sinna þessum flugvélum í stað tveggja eins og vaninn er á þessum hluta svæðisins á þessum tíma dags. Fjölmörg flugfélög óskuðu eftir því að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum.

Fimmtán til tuttugu flugvélar lögðu inn flugplan sérstaklega vegna sólmyrkvaflugs og þá nýta flugvélar í áætlunarflugi líka tækifærið og fljúga innan þess svæðis sem algjör almyrkvi sést.


Tengdar fréttir

Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu

Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.