Innlent

Sá látni var á rjúpna­veiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Voðaskotið varð við rjúpnaveiðar nærri Apavatni föstudagskvöldið 24, október. Myndin er úr safni.
Voðaskotið varð við rjúpnaveiðar nærri Apavatni föstudagskvöldið 24, október. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir.

Óðinn Másson, 52 ára gamall Mosfellingur, lést eftir að hann varð fyrir voðaskoti úr haglabyssu á föstudagskvöld. Slysið átti sér stað nærri Apavatni í Bláskógabyggð.

Að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var Óðinn á rjúpnaveiðum við annan mann þegar slysið varð. Mbl.is sagði fyrst frá því fyrr í dag.

Jón Gunnar segist ekki geta tjáð sig frekar um rannsóknina sem standi enn yfir né stöðu veiðifélagans. Vettvangsrannsókn hafi haldið áfram í dag og reynt hafi verið að tryggja það sem hægt væri að tryggja þar á meðan veður leyfir. Gul viðvörun vegna töluverðrar snjókomu tekur gildi á Suðurlandi annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×