Halda The Clash heiðurstónleika: „Gæti vel dottið í hug að endurgera umslagið“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2015 17:30 Hér má sjá miðann, plötuumslag London Calling að ógleymdum Jakobi Smára. „Þeir komu og héldu tónleika á Listahátíð árið 1980 og ég fór á tónleikana,“ segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. „Einhverra hluta vegna álpaðist ég til að geyma miðann og hann kom upp úr kassa í bílskúrnum þegar ég var að taka þar til um daginn.“ Meðal annara hluta sem komu upp úr kassanum hafi verið gamlar dagbækur, póstkort og handskrifuð bók eftir Björk Guðmundsdóttur. Jakob Smári er einn mesti The Clash aðdáandi landsins og hann fékk þá flugu í höfuðið að halda tónleika til heiðurs sveitinni. „Ég tók þátt í tónleikum sem Valgarður úr Fræbbblunum stóð fyrir og fékk þar að spila tvö eða þrjú The Clash lög. Það var svo skrambi gaman að mér datt í hug að hóa saman mannskap og telja í.“ „Þetta er eitt af þessum böndum sem maður hefur haldið upp á í gegnum tíðina og þeir munu náttúrulega aldrei koma saman aftur. Þannig einhver verður að halda merki þeirra hátt á lofti.“ Með Jakobi í hljómsveitinni eru Heiðar Örn (Botnleðja og Pollapönk) á gítar og söng, Baldur Ragnarsson (Skálmöld, Innvortis, Ljótu Hálfvitarnir) á gítar, Arnar Geir Ómarsson (HAM og Apparat Organ Quartet) á trommur. Sjálfur hefur Jakob Smári leikið með SSSól, Das Kapital og John Grant og þá eru aðeins fáir nefndir til sögunnar. „Það er mjög gaman að Heiðar mun vera með signature Joe Strummer gítar sem Fender framleiddi. Ég veit ekki hvort ég kem til með að endurgera plötuumslag London Calling en það er möguleiki. Ég mæli með því að ljósmyndarar verði á tánum og reyni að grípa færið ef það gefst,“ segir Jakob. Á tónleikunum verður boðið upp á bland í poka af ferli The Clash. Farið verið um víðan völl á plötum sveitarinnar. „Þetta verða þó rokkuðustu lögin. Við ætlum ekki að hafa neina kassagítara eða hljómborð.“ Tvennir tónleikar eru í farvatninu, á Gauknum 25. apríl og Græna hattinum 6. júní. Miðasala hófst í dag. Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Þeir komu og héldu tónleika á Listahátíð árið 1980 og ég fór á tónleikana,“ segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. „Einhverra hluta vegna álpaðist ég til að geyma miðann og hann kom upp úr kassa í bílskúrnum þegar ég var að taka þar til um daginn.“ Meðal annara hluta sem komu upp úr kassanum hafi verið gamlar dagbækur, póstkort og handskrifuð bók eftir Björk Guðmundsdóttur. Jakob Smári er einn mesti The Clash aðdáandi landsins og hann fékk þá flugu í höfuðið að halda tónleika til heiðurs sveitinni. „Ég tók þátt í tónleikum sem Valgarður úr Fræbbblunum stóð fyrir og fékk þar að spila tvö eða þrjú The Clash lög. Það var svo skrambi gaman að mér datt í hug að hóa saman mannskap og telja í.“ „Þetta er eitt af þessum böndum sem maður hefur haldið upp á í gegnum tíðina og þeir munu náttúrulega aldrei koma saman aftur. Þannig einhver verður að halda merki þeirra hátt á lofti.“ Með Jakobi í hljómsveitinni eru Heiðar Örn (Botnleðja og Pollapönk) á gítar og söng, Baldur Ragnarsson (Skálmöld, Innvortis, Ljótu Hálfvitarnir) á gítar, Arnar Geir Ómarsson (HAM og Apparat Organ Quartet) á trommur. Sjálfur hefur Jakob Smári leikið með SSSól, Das Kapital og John Grant og þá eru aðeins fáir nefndir til sögunnar. „Það er mjög gaman að Heiðar mun vera með signature Joe Strummer gítar sem Fender framleiddi. Ég veit ekki hvort ég kem til með að endurgera plötuumslag London Calling en það er möguleiki. Ég mæli með því að ljósmyndarar verði á tánum og reyni að grípa færið ef það gefst,“ segir Jakob. Á tónleikunum verður boðið upp á bland í poka af ferli The Clash. Farið verið um víðan völl á plötum sveitarinnar. „Þetta verða þó rokkuðustu lögin. Við ætlum ekki að hafa neina kassagítara eða hljómborð.“ Tvennir tónleikar eru í farvatninu, á Gauknum 25. apríl og Græna hattinum 6. júní. Miðasala hófst í dag.
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira