Andlega veikur fangi fær enga sérmeðferð á Litla-Hrauni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 12:53 Páll Winkel, fangelsismálastjóri. vísir/andri marinó Erlendur karlmaður sem er með Asperger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni fær enga sérmeðferð á Litla-Hrauni þar sem hann sætir nú gæsluvarðhald. Ástand mannsins er ekki talið gera hann ósakhæfann en fangelsismálastjóri segir það verulega í þyngjandi fyrir menn að sitja í einangrun, sérstaklega fyrir þá sem glíma við geðræn vandamál. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir stöðu geðheilbrigðismála á Litla-Hrauni slæma. „Þeir fá sömu meðferð og aðrir gæsluvarðhaldsfangar. Meginatriðið er hins vegar það að íslenska ríkinu ber að tryggja þessum einstaklingum viðunandi geðheilbrigðisþjónustu en staðan er bara þannig að það hefur verið vonlaust að fá geðlækna til starfa á Litla-Hraun.“ Páll segir að fullheilbrigðir menn eigi erfitt með að höndla gæsluvarðhald en það felur í sér einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring. Gæsluvarðhaldsfangar fá klukkutíma útivist á hverjum sólarhring en dúsa þess á milli í fangaklefa sínum. „Þetta er alveg hrikalega íþyngjandi og hrikalega erfitt mörgum. Fullheilbrigðir menn eiga bágt með þetta þá geturðu ímyndað þér þegar menn eru að glíma við andleg eða líkamleg veikindi. Auk þess eru þetta saklausir menn, þetta eru einstaklingar sem er ekki búið að dæma í fangelsi.“ Páll vonast til að staðan muni batna þegar nýtt fangelsi opnar á Hólmsheiði en gæsluvarðhaldsklefar verða færðir þangað. „Það verður gerð úttekt á heilbrigðisþjónustu í nýja fangelsinu og það þarf að gera það fyrir öll fangelsin. Það stendur til og það er vinna í ráðuneytunum núna við það að kortleggja heilbrigðisþjónustu við fanga og ég er á ákaflega ánægður með það. Við erum á réttri leið með þetta en þetta hefur verið hörmunarástand enda ýmsar alþjóðlegar stofnanir sem hafa gert athugasemdir við stöðu mála.“ Tengdar fréttir Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Erlendur karlmaður sem er með Asperger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni fær enga sérmeðferð á Litla-Hrauni þar sem hann sætir nú gæsluvarðhald. Ástand mannsins er ekki talið gera hann ósakhæfann en fangelsismálastjóri segir það verulega í þyngjandi fyrir menn að sitja í einangrun, sérstaklega fyrir þá sem glíma við geðræn vandamál. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir stöðu geðheilbrigðismála á Litla-Hrauni slæma. „Þeir fá sömu meðferð og aðrir gæsluvarðhaldsfangar. Meginatriðið er hins vegar það að íslenska ríkinu ber að tryggja þessum einstaklingum viðunandi geðheilbrigðisþjónustu en staðan er bara þannig að það hefur verið vonlaust að fá geðlækna til starfa á Litla-Hraun.“ Páll segir að fullheilbrigðir menn eigi erfitt með að höndla gæsluvarðhald en það felur í sér einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring. Gæsluvarðhaldsfangar fá klukkutíma útivist á hverjum sólarhring en dúsa þess á milli í fangaklefa sínum. „Þetta er alveg hrikalega íþyngjandi og hrikalega erfitt mörgum. Fullheilbrigðir menn eiga bágt með þetta þá geturðu ímyndað þér þegar menn eru að glíma við andleg eða líkamleg veikindi. Auk þess eru þetta saklausir menn, þetta eru einstaklingar sem er ekki búið að dæma í fangelsi.“ Páll vonast til að staðan muni batna þegar nýtt fangelsi opnar á Hólmsheiði en gæsluvarðhaldsklefar verða færðir þangað. „Það verður gerð úttekt á heilbrigðisþjónustu í nýja fangelsinu og það þarf að gera það fyrir öll fangelsin. Það stendur til og það er vinna í ráðuneytunum núna við það að kortleggja heilbrigðisþjónustu við fanga og ég er á ákaflega ánægður með það. Við erum á réttri leið með þetta en þetta hefur verið hörmunarástand enda ýmsar alþjóðlegar stofnanir sem hafa gert athugasemdir við stöðu mála.“
Tengdar fréttir Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57