Ferðalangurinn Jüri komst úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 11:00 Jüri Burmeister er kominn til Bandaríkjanna eftir ánægjulegan tíma á Íslandi þótt hann hafi verið lengri en hann reiknað með. Vísir/Valli „Mig langar til að þakka öllum Íslendingunum sem ég hitti og kynntist á ferðalagi mínu um landið. Ég er þakklátur að hafa getað hjálpað fólki og hafa á sama tíma fengið aðstoð á ferðalagi mínu,“ segir eistneski ferðalangurinn Jüri Burmeister.Lesendur Vísis kynntust Jüri í byrjun júlí. Hann var þá staddur í Reykjavík í leit að fari frá Íslandi en markmið hans er að ferðast í kringum heiminn á einu ári án þess að nota nokkuð fjármagn. Jüri segist hafa fengið svar frá framkvæmdastjóra WOW Air, Skúla Mogensen, sem hafi sagst hafa heillast af sögu Eistans. Í framhaldinu hafi hann fengið boð frá upplýsingafulltrúa WOW, Svanhvíti Friðriksdóttur, og getað valið sér flug frá landinu. Hann hélt af landi brott á mánudaginn en áfangastaðurinn var Boston.Jüri fagnar.Vísir/ValliYndislegur tími í ÞórsmörkJüri hóf ferðalag sitt í Eistlandi í mars og mætti til Íslands þann 28. júní eftir vikulanga bátsferð frá Afríku. Hann ætlaði upphaflega aðeins að dvelja hér í nokkra daga. Úr urðu fimm vikur þar sem hann flakkaði um Ísland sem hann segist hafa notið vel. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég dvaldi í sama landi í meira en tíu daga,“ segir Jüri. Hann segir líf sitt hafa tekið breytingum á dvöl sinni á Íslandi, til hins betra. „Það virðist vera satt að umhverfið sem fólk lifir í hafi mikil áhrif á hvernig við erum,“ segir Eistinn. Þannig séu Íslendingar fallegir eins og náttúran og með sterkan persónuleika í takt við erfiða veðurfarið sem einkenni landið. Hann minnist göngu sinnar í Þórsmörk og tónlistarinnar sem hann hafi heyrt í formi vindsins og fuglasöngs. Yndislegur tími.Eins árs tilraunJüri er sannfærður um að lífið eigi ekki að snúast um að þéna peninga. Við eigum ekki að vera upp á peninga komin. „Ég horfði á foreldra mína, vini og í kringum mig og spurði sjálfan mig hvort ég vildi lifa svona eða hvort það væri einhver önnur leið. Ég ákvað því að gera tilraun til eins árs,“ segir Jüri og sú tilraun stendur yfir. Eistinn segist hafa skrifað WOW Air bréf um mánaðarmótin og óskað aðstoðar. Hún barst skömmu síðar og er Jüri afar þakklátur. Hann segist stunda hugleiðslu sem sé lykilþáttur í að læra á sjálfan sig og lífið. Deilir hann myndbandi tengdu Amazon-skóginum þangað sem för hans er heitið og kveður að sinni. Tengdar fréttir Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. 8. júlí 2015 10:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Mig langar til að þakka öllum Íslendingunum sem ég hitti og kynntist á ferðalagi mínu um landið. Ég er þakklátur að hafa getað hjálpað fólki og hafa á sama tíma fengið aðstoð á ferðalagi mínu,“ segir eistneski ferðalangurinn Jüri Burmeister.Lesendur Vísis kynntust Jüri í byrjun júlí. Hann var þá staddur í Reykjavík í leit að fari frá Íslandi en markmið hans er að ferðast í kringum heiminn á einu ári án þess að nota nokkuð fjármagn. Jüri segist hafa fengið svar frá framkvæmdastjóra WOW Air, Skúla Mogensen, sem hafi sagst hafa heillast af sögu Eistans. Í framhaldinu hafi hann fengið boð frá upplýsingafulltrúa WOW, Svanhvíti Friðriksdóttur, og getað valið sér flug frá landinu. Hann hélt af landi brott á mánudaginn en áfangastaðurinn var Boston.Jüri fagnar.Vísir/ValliYndislegur tími í ÞórsmörkJüri hóf ferðalag sitt í Eistlandi í mars og mætti til Íslands þann 28. júní eftir vikulanga bátsferð frá Afríku. Hann ætlaði upphaflega aðeins að dvelja hér í nokkra daga. Úr urðu fimm vikur þar sem hann flakkaði um Ísland sem hann segist hafa notið vel. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég dvaldi í sama landi í meira en tíu daga,“ segir Jüri. Hann segir líf sitt hafa tekið breytingum á dvöl sinni á Íslandi, til hins betra. „Það virðist vera satt að umhverfið sem fólk lifir í hafi mikil áhrif á hvernig við erum,“ segir Eistinn. Þannig séu Íslendingar fallegir eins og náttúran og með sterkan persónuleika í takt við erfiða veðurfarið sem einkenni landið. Hann minnist göngu sinnar í Þórsmörk og tónlistarinnar sem hann hafi heyrt í formi vindsins og fuglasöngs. Yndislegur tími.Eins árs tilraunJüri er sannfærður um að lífið eigi ekki að snúast um að þéna peninga. Við eigum ekki að vera upp á peninga komin. „Ég horfði á foreldra mína, vini og í kringum mig og spurði sjálfan mig hvort ég vildi lifa svona eða hvort það væri einhver önnur leið. Ég ákvað því að gera tilraun til eins árs,“ segir Jüri og sú tilraun stendur yfir. Eistinn segist hafa skrifað WOW Air bréf um mánaðarmótin og óskað aðstoðar. Hún barst skömmu síðar og er Jüri afar þakklátur. Hann segist stunda hugleiðslu sem sé lykilþáttur í að læra á sjálfan sig og lífið. Deilir hann myndbandi tengdu Amazon-skóginum þangað sem för hans er heitið og kveður að sinni.
Tengdar fréttir Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. 8. júlí 2015 10:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. 8. júlí 2015 10:00