Ferðalangurinn Jüri komst úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 11:00 Jüri Burmeister er kominn til Bandaríkjanna eftir ánægjulegan tíma á Íslandi þótt hann hafi verið lengri en hann reiknað með. Vísir/Valli „Mig langar til að þakka öllum Íslendingunum sem ég hitti og kynntist á ferðalagi mínu um landið. Ég er þakklátur að hafa getað hjálpað fólki og hafa á sama tíma fengið aðstoð á ferðalagi mínu,“ segir eistneski ferðalangurinn Jüri Burmeister.Lesendur Vísis kynntust Jüri í byrjun júlí. Hann var þá staddur í Reykjavík í leit að fari frá Íslandi en markmið hans er að ferðast í kringum heiminn á einu ári án þess að nota nokkuð fjármagn. Jüri segist hafa fengið svar frá framkvæmdastjóra WOW Air, Skúla Mogensen, sem hafi sagst hafa heillast af sögu Eistans. Í framhaldinu hafi hann fengið boð frá upplýsingafulltrúa WOW, Svanhvíti Friðriksdóttur, og getað valið sér flug frá landinu. Hann hélt af landi brott á mánudaginn en áfangastaðurinn var Boston.Jüri fagnar.Vísir/ValliYndislegur tími í ÞórsmörkJüri hóf ferðalag sitt í Eistlandi í mars og mætti til Íslands þann 28. júní eftir vikulanga bátsferð frá Afríku. Hann ætlaði upphaflega aðeins að dvelja hér í nokkra daga. Úr urðu fimm vikur þar sem hann flakkaði um Ísland sem hann segist hafa notið vel. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég dvaldi í sama landi í meira en tíu daga,“ segir Jüri. Hann segir líf sitt hafa tekið breytingum á dvöl sinni á Íslandi, til hins betra. „Það virðist vera satt að umhverfið sem fólk lifir í hafi mikil áhrif á hvernig við erum,“ segir Eistinn. Þannig séu Íslendingar fallegir eins og náttúran og með sterkan persónuleika í takt við erfiða veðurfarið sem einkenni landið. Hann minnist göngu sinnar í Þórsmörk og tónlistarinnar sem hann hafi heyrt í formi vindsins og fuglasöngs. Yndislegur tími.Eins árs tilraunJüri er sannfærður um að lífið eigi ekki að snúast um að þéna peninga. Við eigum ekki að vera upp á peninga komin. „Ég horfði á foreldra mína, vini og í kringum mig og spurði sjálfan mig hvort ég vildi lifa svona eða hvort það væri einhver önnur leið. Ég ákvað því að gera tilraun til eins árs,“ segir Jüri og sú tilraun stendur yfir. Eistinn segist hafa skrifað WOW Air bréf um mánaðarmótin og óskað aðstoðar. Hún barst skömmu síðar og er Jüri afar þakklátur. Hann segist stunda hugleiðslu sem sé lykilþáttur í að læra á sjálfan sig og lífið. Deilir hann myndbandi tengdu Amazon-skóginum þangað sem för hans er heitið og kveður að sinni. Tengdar fréttir Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. 8. júlí 2015 10:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
„Mig langar til að þakka öllum Íslendingunum sem ég hitti og kynntist á ferðalagi mínu um landið. Ég er þakklátur að hafa getað hjálpað fólki og hafa á sama tíma fengið aðstoð á ferðalagi mínu,“ segir eistneski ferðalangurinn Jüri Burmeister.Lesendur Vísis kynntust Jüri í byrjun júlí. Hann var þá staddur í Reykjavík í leit að fari frá Íslandi en markmið hans er að ferðast í kringum heiminn á einu ári án þess að nota nokkuð fjármagn. Jüri segist hafa fengið svar frá framkvæmdastjóra WOW Air, Skúla Mogensen, sem hafi sagst hafa heillast af sögu Eistans. Í framhaldinu hafi hann fengið boð frá upplýsingafulltrúa WOW, Svanhvíti Friðriksdóttur, og getað valið sér flug frá landinu. Hann hélt af landi brott á mánudaginn en áfangastaðurinn var Boston.Jüri fagnar.Vísir/ValliYndislegur tími í ÞórsmörkJüri hóf ferðalag sitt í Eistlandi í mars og mætti til Íslands þann 28. júní eftir vikulanga bátsferð frá Afríku. Hann ætlaði upphaflega aðeins að dvelja hér í nokkra daga. Úr urðu fimm vikur þar sem hann flakkaði um Ísland sem hann segist hafa notið vel. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég dvaldi í sama landi í meira en tíu daga,“ segir Jüri. Hann segir líf sitt hafa tekið breytingum á dvöl sinni á Íslandi, til hins betra. „Það virðist vera satt að umhverfið sem fólk lifir í hafi mikil áhrif á hvernig við erum,“ segir Eistinn. Þannig séu Íslendingar fallegir eins og náttúran og með sterkan persónuleika í takt við erfiða veðurfarið sem einkenni landið. Hann minnist göngu sinnar í Þórsmörk og tónlistarinnar sem hann hafi heyrt í formi vindsins og fuglasöngs. Yndislegur tími.Eins árs tilraunJüri er sannfærður um að lífið eigi ekki að snúast um að þéna peninga. Við eigum ekki að vera upp á peninga komin. „Ég horfði á foreldra mína, vini og í kringum mig og spurði sjálfan mig hvort ég vildi lifa svona eða hvort það væri einhver önnur leið. Ég ákvað því að gera tilraun til eins árs,“ segir Jüri og sú tilraun stendur yfir. Eistinn segist hafa skrifað WOW Air bréf um mánaðarmótin og óskað aðstoðar. Hún barst skömmu síðar og er Jüri afar þakklátur. Hann segist stunda hugleiðslu sem sé lykilþáttur í að læra á sjálfan sig og lífið. Deilir hann myndbandi tengdu Amazon-skóginum þangað sem för hans er heitið og kveður að sinni.
Tengdar fréttir Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. 8. júlí 2015 10:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. 8. júlí 2015 10:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent