Fangi af Litla-Hrauni nýtti ferð til tannlæknis og flúði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 16:27 Sex lögreglubílar voru á ferðinni í kringum gatnamót Þverholts og Rauðarárstígar á þriðja tímanum í dag í leit að fanganum. Vísir/Hrönn Fjölmennt lið lögreglu var ræst út um tvöleytið í dag eftir að fangi slapp úr haldi fangavarða í Reykjavík. Verið var að flytja fangann til tannlæknis nærri Hlemmi þegar hann tók á rás og flúði. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir í samtali við Vísi að fanginn hafi sloppið en svo fundist nokkrum mínútum síðar, sem betur fer. Hann sagðist enn þá vera að taka saman upplýsingar vegna flóttans. Honum væri samt létt að fanginn hefði fundist jafnfljótt og varð raunin.Páll Winkel.„Þetta er maður sem maður hefði ekki viljað sjá lausan mjög lengi,“ segir Páll. „Lögregla brást skjótt við og þetta gekk upp.“Stutt er síðan tveir fangar flúðu af Kvíabryggju og vakti flóttinn nokkra athygli í fjölmiðlum enda ekki algengt að föngum takist að strjúka. Flóttinn nú var annars eðlis. Um fanga úr lokuðu fangelsi var að ræða, Litla-hrauni, og var verið að flytja hann til borgarinnar í skoðun hjá tannlækni. Maðurinn var ekki í handjárnum og segir Páll að tekin sé ákvörðun hverju sinni hvort notast eigi við hand- og fótjárn eða ekki.Sjá einnig: Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi „Við gætum að mannvirðingu eins og við getum þannig að menn eru ekki fluttir í hand- og fótjárnum hverju sinni,“ segir Páll. Málið verði nú yfirfarið og reynt að búa svo um hnútana að svona endurtaki sig ekki. Flóttar sem þessir séu sjaldgæfir en komi þó fyrir. Fanginn hefur setið inni í nokkra mánuði og á einnig mánuði eftir af afplánun. Flóttinn mun ekki lengja afplánun hans en getur þó haft áhrif á reynslulausn. Þá fái menn sem strjúka ekki að afplána í opnum fangelsum. „Það græðir enginn á þessu, allra síst fanginn.“ Tengdar fréttir Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. 16. júlí 2015 11:00 Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað Höfðu vakið grun vegfarandans. 14. júlí 2015 13:50 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fjölmennt lið lögreglu var ræst út um tvöleytið í dag eftir að fangi slapp úr haldi fangavarða í Reykjavík. Verið var að flytja fangann til tannlæknis nærri Hlemmi þegar hann tók á rás og flúði. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir í samtali við Vísi að fanginn hafi sloppið en svo fundist nokkrum mínútum síðar, sem betur fer. Hann sagðist enn þá vera að taka saman upplýsingar vegna flóttans. Honum væri samt létt að fanginn hefði fundist jafnfljótt og varð raunin.Páll Winkel.„Þetta er maður sem maður hefði ekki viljað sjá lausan mjög lengi,“ segir Páll. „Lögregla brást skjótt við og þetta gekk upp.“Stutt er síðan tveir fangar flúðu af Kvíabryggju og vakti flóttinn nokkra athygli í fjölmiðlum enda ekki algengt að föngum takist að strjúka. Flóttinn nú var annars eðlis. Um fanga úr lokuðu fangelsi var að ræða, Litla-hrauni, og var verið að flytja hann til borgarinnar í skoðun hjá tannlækni. Maðurinn var ekki í handjárnum og segir Páll að tekin sé ákvörðun hverju sinni hvort notast eigi við hand- og fótjárn eða ekki.Sjá einnig: Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi „Við gætum að mannvirðingu eins og við getum þannig að menn eru ekki fluttir í hand- og fótjárnum hverju sinni,“ segir Páll. Málið verði nú yfirfarið og reynt að búa svo um hnútana að svona endurtaki sig ekki. Flóttar sem þessir séu sjaldgæfir en komi þó fyrir. Fanginn hefur setið inni í nokkra mánuði og á einnig mánuði eftir af afplánun. Flóttinn mun ekki lengja afplánun hans en getur þó haft áhrif á reynslulausn. Þá fái menn sem strjúka ekki að afplána í opnum fangelsum. „Það græðir enginn á þessu, allra síst fanginn.“
Tengdar fréttir Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. 16. júlí 2015 11:00 Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað Höfðu vakið grun vegfarandans. 14. júlí 2015 13:50 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. 16. júlí 2015 11:00
Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað Höfðu vakið grun vegfarandans. 14. júlí 2015 13:50