Innlent

Sjáðu viðtalið við Ólaf Ragnar í heild

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór um víðan völl með Sigurjóni M. Egilssyni í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þátturinn var tekinn upp og má horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.



Ólafur Ragnar ræddi meðal annars um mikilvægi Arctic Circle ráðstefnunnar sem haldin hefur verið hér á landi og er á dagskrá í Reykjavík um næstu helgi. Einnig ræddi hann um framtíð sína í forsetaembætti en segist ekki vera búinn að ákveða sig hvort að hann bjóði sig fram aftur þrátt fyrir fjölmargar áskoranir.

Ólafur Ragnar og Putin ekki endilega vinir

Hann ræddi samskipti sín við síðustu ríkisstjórn sem Ólafur Ragnar sagði hafa farið fram af offorsi í ýmsum málum og nefndi þar helst til sögunnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Jafnramt greindi Ólafur frá því að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram síðast vegna þess að þá voru miklar ólgutímar í íslensku samfélagi, m.a. vegna Icesave-deilnanna og aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ólafur Ragnar ræddi einnig um persónulegar fórnir sem forseti þarf færa í embætti og að enginn einn gæti ákveðið að verða forseti, til þess þyrfti breiða fylkingu almennings á bakvið sig. Ekki væri hægt að ráða almannatengil eða spunameistara til þess að koma sér á Bessastaði.

Einnig ræddi Ólafur Ragnar stuttlega um Vladimir Putin, forseta Rússland, en þrýst var á Ólaf Ragnar um að beita sér þegar viðskiptaþvingarnir Rússa voru settar á Íslandi fyrr á árinu. Ólafur sagði að hann og Pútin væru ekki endilega vinir þrátt fyrir að hafa margoft hist. Ólafur sagðist geta hringt í hann þó hann væri ekki með GSM-númerið hans. Ólafur sagðist ekki hafa rætt viðskiptaþvinganirnar við Putin en að hann hafi átt samtöl við embættismenn innan rússneska stjórnkerfisins vegna þeirra.

Þetta og margt fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×