Segir lögreglumenn úrkula vonar Kjartan Hreinn Njálsson. skrifar 11. október 2015 19:35 Eftir þrjátíu ár af niðurskurði og vanefndum eru lögreglumenn úrkula vonar. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið jafnt og þétt á niðurleið árum saman. Þetta segir lögreglumaður til þriggja áratuga. Bjarni Ólafur Magnússon hefur verið lögreglumaður í þrjátíu og tvö ár og hefur víðtæka reynslu af starfssviðum hennar. Allt frá starfi hins almenna lögreglumanns, til sérsveitar ríkislögreglustjóra og kennslu verðandi lögreglumanna. Bjarni greinir frá reynslu sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann lýsir starfsumhverfi lögreglumannsins, hinu mikla andlega álagi, niðurskurði og þrálátri fáliðun lögreglunnar á sama tíma og verkefnum af öllum toga fjölgar. Hann segir stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á síðust áratugum. Þetta séu breytingar sem komi niður á lögreglumönnum og almennum borgurum. „Á þeim tíma gat maður farið í gegnum vakt án þess að vera orðinn úrvinda af þreytu, maður hafði tíma til að vinna skýrslur. Maður hafði tíma til að ræða málin við félaga. Maður hafði tíma fyrir þennan félagslega þátt, sem var og er afar mikilvægur,“ segir Bjarni. „Þetta er eiginlega úr sögunni.“ Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að nú telji lögreglan á Íslandi sig ekki vera færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu og erfitt sé að viðhalda öryggisstigi á landsbyggðinni. „Á sama tíma ertu að tala helmingi stærrra varðsvæði, miklu alvarlegri og erfiðari brot. Miklu meiri kröfur um fagþekkingu. Allt þetta gerir okkur, og þá er ég að tala um þennan heildstæða aðbúnað, ofboðslega slæman.“ Bjarni segir málafjölda lögreglu slíkan að ómögulegt sé að sinna þeim öllum. „Í rannsóknardeild lögreglunnar, þar er hver rannsakandi ofhlaðinn af málum. Það þarf að forgangsraða. Það þarf, eins og við köllum það, að slátra málum. Mál sem jafnvel geta verið að vega þungt á þolandann. En við höfum hreinlega ekki mannafla eða tíma til að vinna úr öllum málum.“ Þannig séu það ekki aðeins kjaramál útskýra það að fjöldi lögreglumanna hætti á að fara á svig við lög og hringja sig inn veika á föstudaginn, með tilheyrandi röskunum á starfi lögreglunnar. „Á þessum síðustu 30 árum þá hefur þetta verið jafnt og þétt á niðurleið. Og þegar ég tala um niðurleið þá er ég að tala um hvernig skorið hefur verið niður í röðum lögreglumanna sem eru til staðar til að sinna öryggi borgaranna. Til að sinna hagsmunum borgara,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta snúist ekki bara um það að menn séu búnir að fá endanlega nóg, heldur það að menn séu líka orðnir úrkula vonar.“ Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir „samstöðupestina“ ekki einungis snúast um kjaramál. 10. október 2015 13:07 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Eftir þrjátíu ár af niðurskurði og vanefndum eru lögreglumenn úrkula vonar. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið jafnt og þétt á niðurleið árum saman. Þetta segir lögreglumaður til þriggja áratuga. Bjarni Ólafur Magnússon hefur verið lögreglumaður í þrjátíu og tvö ár og hefur víðtæka reynslu af starfssviðum hennar. Allt frá starfi hins almenna lögreglumanns, til sérsveitar ríkislögreglustjóra og kennslu verðandi lögreglumanna. Bjarni greinir frá reynslu sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann lýsir starfsumhverfi lögreglumannsins, hinu mikla andlega álagi, niðurskurði og þrálátri fáliðun lögreglunnar á sama tíma og verkefnum af öllum toga fjölgar. Hann segir stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á síðust áratugum. Þetta séu breytingar sem komi niður á lögreglumönnum og almennum borgurum. „Á þeim tíma gat maður farið í gegnum vakt án þess að vera orðinn úrvinda af þreytu, maður hafði tíma til að vinna skýrslur. Maður hafði tíma til að ræða málin við félaga. Maður hafði tíma fyrir þennan félagslega þátt, sem var og er afar mikilvægur,“ segir Bjarni. „Þetta er eiginlega úr sögunni.“ Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að nú telji lögreglan á Íslandi sig ekki vera færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu og erfitt sé að viðhalda öryggisstigi á landsbyggðinni. „Á sama tíma ertu að tala helmingi stærrra varðsvæði, miklu alvarlegri og erfiðari brot. Miklu meiri kröfur um fagþekkingu. Allt þetta gerir okkur, og þá er ég að tala um þennan heildstæða aðbúnað, ofboðslega slæman.“ Bjarni segir málafjölda lögreglu slíkan að ómögulegt sé að sinna þeim öllum. „Í rannsóknardeild lögreglunnar, þar er hver rannsakandi ofhlaðinn af málum. Það þarf að forgangsraða. Það þarf, eins og við köllum það, að slátra málum. Mál sem jafnvel geta verið að vega þungt á þolandann. En við höfum hreinlega ekki mannafla eða tíma til að vinna úr öllum málum.“ Þannig séu það ekki aðeins kjaramál útskýra það að fjöldi lögreglumanna hætti á að fara á svig við lög og hringja sig inn veika á föstudaginn, með tilheyrandi röskunum á starfi lögreglunnar. „Á þessum síðustu 30 árum þá hefur þetta verið jafnt og þétt á niðurleið. Og þegar ég tala um niðurleið þá er ég að tala um hvernig skorið hefur verið niður í röðum lögreglumanna sem eru til staðar til að sinna öryggi borgaranna. Til að sinna hagsmunum borgara,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta snúist ekki bara um það að menn séu búnir að fá endanlega nóg, heldur það að menn séu líka orðnir úrkula vonar.“
Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir „samstöðupestina“ ekki einungis snúast um kjaramál. 10. október 2015 13:07 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir „samstöðupestina“ ekki einungis snúast um kjaramál. 10. október 2015 13:07