Engin formleg yfirlýsing borist frá Rússum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Hingað til hefur Ísland verið undanþegið viðskiptaþvingunum Rússa. Fréttablaðið/AFP Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt. Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt.
Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira