Það er tekið misalvarlega á lyfjamálum í íþróttum en það er ekkert rúm fyrir svindl í tennis.
Bandaríkjamaðurinn Wayne Odesnik hefur nefnilega verið dæmdur í 15 ára keppnisbann. Ferli þessa 29 ára tenniskappa er þar með lokið.
Þetta er í annað sinn sem hann fellur á lyfjaprófi. Hann var dæmdur í tveggja ára bann árið 2010 fyrir að nota vaxtarhormón. Að þessu sinni var hann tekinn með stera í líkamanum.
Odesnik, sem var númer 267 á heimslistanum, hefur þegar tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Eins og hann hafi þurft þess sérstaklega.
Félagar hans í tennisheiminum hafa sent honum kaldar kveðjur.
„Bless, bless Wayne. Farið hefur fé betra," skrifaði Andy Murray á Twitter meðal annars.
Dæmdur í fimmtán ára keppnisbann

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn

Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti







Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn
