Mottumars: „Forvarnir skipta öllu máli“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2015 21:15 Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda og svo Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins. Mynd/Golli Starfsmenn í Húsi atvinnulífsins skarta nú mottum af öllum stærðum og gerðum og safna fyrir gott málefni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, er einn þeirra en hann hefur fengið miklar undirtektir við skegg sitt á Facebook. „Ég hafði aldrei búist við svona sterkum viðbrögðum,” segir Pétur. „Villi á Barber á mikið í mottunni – hann sneri mér frá speglinum, rétti mér tímarit, sem ég þori ekki að segja hvað heitir, svo ég hefði nú örugglega eitthvað fyrir stafni, og svo snyrti hann skeggið og hrærði lit í það án þess að ég hefði nokkuð um það að segja. Það er alltaf óhætt að treysta Villa!“ Viðbrögðin við skegginu eru af öllum toga. Það þyrmir yfir suma, flestum er skemmt og svo eru þeir sem eru veikir fyrir mottutöfrunum. Pétri hefur til að mynda verið líkt við ítalskan mottusölumann, en einnig við kvikmyndastjörnur frá gullárum Hollywood á borð við Errol Flynn, Clark Gable og David Niven. Meira og minna allar atvinnugreinarnar í Húsi atvinnulífsins taka þátt. Samtök Iðnaðarins eru í einu liði og Samtök atvinnulífsins í öðru. Á meðfylgjandi mynd brugðu Pétur og Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins á leik með Golla ljósmyndara. „Keppnin er auðvitað hvetjandi og gaman hvað fólk hefur verið duglegt að heita á mann, en umfram allt er þetta gott málefni. Ég þekki marga sem hafa glímt við krappamein og sem betur fer hafa flestir haft betur í þeirri viðureign,“ segir Pétur. „Forvarnir skipta öllu máli þegar þessi sjúkdómur er annarsvegar, að fólk sé upplýst um hættuna og fari reglulega í skoðun. Það á jafnt við um konur og karla, þó að karlar virðist stundum tregari að leita til læknis.” Pétur er keppandi #1867 og hægt er að heita á hann á vef Mottumars. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira
Starfsmenn í Húsi atvinnulífsins skarta nú mottum af öllum stærðum og gerðum og safna fyrir gott málefni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, er einn þeirra en hann hefur fengið miklar undirtektir við skegg sitt á Facebook. „Ég hafði aldrei búist við svona sterkum viðbrögðum,” segir Pétur. „Villi á Barber á mikið í mottunni – hann sneri mér frá speglinum, rétti mér tímarit, sem ég þori ekki að segja hvað heitir, svo ég hefði nú örugglega eitthvað fyrir stafni, og svo snyrti hann skeggið og hrærði lit í það án þess að ég hefði nokkuð um það að segja. Það er alltaf óhætt að treysta Villa!“ Viðbrögðin við skegginu eru af öllum toga. Það þyrmir yfir suma, flestum er skemmt og svo eru þeir sem eru veikir fyrir mottutöfrunum. Pétri hefur til að mynda verið líkt við ítalskan mottusölumann, en einnig við kvikmyndastjörnur frá gullárum Hollywood á borð við Errol Flynn, Clark Gable og David Niven. Meira og minna allar atvinnugreinarnar í Húsi atvinnulífsins taka þátt. Samtök Iðnaðarins eru í einu liði og Samtök atvinnulífsins í öðru. Á meðfylgjandi mynd brugðu Pétur og Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins á leik með Golla ljósmyndara. „Keppnin er auðvitað hvetjandi og gaman hvað fólk hefur verið duglegt að heita á mann, en umfram allt er þetta gott málefni. Ég þekki marga sem hafa glímt við krappamein og sem betur fer hafa flestir haft betur í þeirri viðureign,“ segir Pétur. „Forvarnir skipta öllu máli þegar þessi sjúkdómur er annarsvegar, að fólk sé upplýst um hættuna og fari reglulega í skoðun. Það á jafnt við um konur og karla, þó að karlar virðist stundum tregari að leita til læknis.” Pétur er keppandi #1867 og hægt er að heita á hann á vef Mottumars.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira