Gunnar, sem vann bardagann með hengingartaki í fyrstu lotu, fékk 29.000 dollara fyrir að mæta og jafnháa upphæð fyrir að vinna bardagann. Þetta gera 58.000 dollara, eða tæpar átta milljónir íslenskra króna.
Inn í þessum tölum eru ekki bónusar, greiðslur frá styrktaraðilum og aðrar óopinberar greiðslur sem keppendur fengu.
Mótherji Gunnars, Brandon Thatch, fékk 22.000 dollara fyrir þátttöku sína.
Þátttakendur í aðalbardaga kvöldsins, þeir Conor McGregor og Chad Mendes, fengu báðir 500.000 dollara í sinn hlut fyrir bardagann, eða 67 milljónir íslenskra króna.
Bardaga Gunnars og Thatch má sjá í heild sinni hér að neðan.