Sport

Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Nelson rólegur fyrir bardagann um helgina.
Gunnar Nelson rólegur fyrir bardagann um helgina. vísir/getty
„Ég tek líklega þátt í UFC-kvöldi í Dublin í október,“ sagði Gunnar við íþróttadeild í Las Vegas en hann er ættleiddur sonur Íra sem elska hann og styðja fram í rauðan dauðann. Gunnar fær örugglega bardaga gegn einum af tíu bestu á þessu kvöldi í Dublin.

Gunnar hefur æft mikið þar í mörg ár og það er til fullt af Írum sem halda enn að Gunnar sé Íri. Gunnar er liðsfélagi Conors McGregor og einn af strákunum.

Ekki er víst að Conor McGregor verði að keppa þar líka þar sem Dana White, forseti UFC, sagði að bardagi McGregor og Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn fari fram í Las Vegas. Hann taldi ekki líklegt að breyting verði þar á.

Fari aftur á móti svo að McGregor vinni þar fær hann að verja titilinn á heimavelli á opnum íþróttaleikvangi sem rúmar 80 þúsund manns. Það yrði enn eitt metið.


Tengdar fréttir

Gunnar Nelson orðinn einn sá besti í veltivigtinni

Stórkostleg frammistaða Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch í Las Vegas mun skjóta honum á topp tíu í veltivigtinni. Gunnar frumsýndi með miklum látum í Bandaríkjunum er hann afgreiddi sitt í fyrstu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×