Fjármögnun háskóla gríðarlega mikilvæg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Hermundur Sigmundsson, prófessor vísir/Pjetur „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að háskólarnir séu vel fjármagnaðir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD ver hið opinbera minnstum fjármunum á hvern ársnema á háskólastigi á Íslandi samanborið við hin OECD-löndin. Frá árinu 2010 hefur stöðugt dregið úr fjármögnun á meðan nemendum hefur fjölgað. Ísland ver um 1.241.233 krónum í hvern ársnema. Meðaltal OECD-ríkja er hins vegar 1.989.256 krónur og þá verja nágrannar okkar í Noregi 2.649.517 í hvern ársnema. „Þetta er það sem við höfum verið að benda á á undanförnum árum. Við erum að fjarlægjast hin Norðurlöndin í fjárframlögum fyrir hvern ársnema. Við stefnum að því að ná meðaltali þeirra árið 2020,“ segir Jón Atli enn fremur. Hann bendir á að háskólinn sé tilbúinn að ræða málin við alla hlutaðeigandi.Jón Atli Benediktsson , rektor HÍvísir/pjeturJón Atli segir ekki ganga til lengdar að hafa kerfið svo illa fjármagnað en segir Háskóla Íslands þó mjög vel rekinn. Eitt helsta vandamálið segir hann vera fjölda nemenda á hvern kennara. Nemendahópar eru of stórir að hans mati og veldur það meiri álagi á hvern kennara. Þá segir hann einnig nauðsynlegt að endurskoða reiknilíkan menntamálaráðuneytis sem sker úr um hve mikið er greitt með hverjum nemenda fyrir hverja grein. „Lægsti flokkurinn er til dæmis allt of lágur.“ Hermundur Sigmundsson, prófessor við norska tækni- og vísindaháskólann og Háskólann í Reykjavík, segir helsta vandann þann að háskólaumhverfið á Íslandi sé of stórt og segir hann þurfa að fækka háskólum. „Við verðum að auka gæði háskólaumhverfisins því gæði eru lykilatriði í öllu skólastarfi. Með því að auka gæðin er möguleiki á að skapa ný atvinnutækifæri og efla nýsköpun,“ segir Hermundur. „Við þurfum að skoða háskólaumhverfið allt og efla það svo það sé ekki fjárhagslega svelt. En ég tel fyrst og fremst að við þurfum að bæta gæði kennslu og rannsókna,“ segir hann enn fremur. Hermundur segir of marga kennara á hvern nemanda í sumum deildum en stöðuna öfuga í öðrum. Hann segir þetta þurfa að laga. „Þetta er mjög flókið en það þarf að endurskoða allt háskólaumhverfið.“ Jón Atli og Hermundur taka báðir til máls á 75 ára afmælisþingi Rannís í dag klukkan 14.00 á Hilton Reykjavík og tala um menntamál. Á meðal annarra sem taka til máls eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að háskólarnir séu vel fjármagnaðir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD ver hið opinbera minnstum fjármunum á hvern ársnema á háskólastigi á Íslandi samanborið við hin OECD-löndin. Frá árinu 2010 hefur stöðugt dregið úr fjármögnun á meðan nemendum hefur fjölgað. Ísland ver um 1.241.233 krónum í hvern ársnema. Meðaltal OECD-ríkja er hins vegar 1.989.256 krónur og þá verja nágrannar okkar í Noregi 2.649.517 í hvern ársnema. „Þetta er það sem við höfum verið að benda á á undanförnum árum. Við erum að fjarlægjast hin Norðurlöndin í fjárframlögum fyrir hvern ársnema. Við stefnum að því að ná meðaltali þeirra árið 2020,“ segir Jón Atli enn fremur. Hann bendir á að háskólinn sé tilbúinn að ræða málin við alla hlutaðeigandi.Jón Atli Benediktsson , rektor HÍvísir/pjeturJón Atli segir ekki ganga til lengdar að hafa kerfið svo illa fjármagnað en segir Háskóla Íslands þó mjög vel rekinn. Eitt helsta vandamálið segir hann vera fjölda nemenda á hvern kennara. Nemendahópar eru of stórir að hans mati og veldur það meiri álagi á hvern kennara. Þá segir hann einnig nauðsynlegt að endurskoða reiknilíkan menntamálaráðuneytis sem sker úr um hve mikið er greitt með hverjum nemenda fyrir hverja grein. „Lægsti flokkurinn er til dæmis allt of lágur.“ Hermundur Sigmundsson, prófessor við norska tækni- og vísindaháskólann og Háskólann í Reykjavík, segir helsta vandann þann að háskólaumhverfið á Íslandi sé of stórt og segir hann þurfa að fækka háskólum. „Við verðum að auka gæði háskólaumhverfisins því gæði eru lykilatriði í öllu skólastarfi. Með því að auka gæðin er möguleiki á að skapa ný atvinnutækifæri og efla nýsköpun,“ segir Hermundur. „Við þurfum að skoða háskólaumhverfið allt og efla það svo það sé ekki fjárhagslega svelt. En ég tel fyrst og fremst að við þurfum að bæta gæði kennslu og rannsókna,“ segir hann enn fremur. Hermundur segir of marga kennara á hvern nemanda í sumum deildum en stöðuna öfuga í öðrum. Hann segir þetta þurfa að laga. „Þetta er mjög flókið en það þarf að endurskoða allt háskólaumhverfið.“ Jón Atli og Hermundur taka báðir til máls á 75 ára afmælisþingi Rannís í dag klukkan 14.00 á Hilton Reykjavík og tala um menntamál. Á meðal annarra sem taka til máls eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira