Búast við auknu álagi á Leifsstöð vegna flóttamannastraumsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2015 12:26 „Það liggur í hlutarins eðli að aukið vinnuálag kallar á aukinn mannafla,“ segir Ólafur Helgi. vísir/andri marinó Búast má við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna fjölgunar hælisleitenda hér á landi, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að þessi mikla fjölgun muni gera starfsfólki lögreglu erfiðara að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir margt þurfa að breytast. Ólafur Helgi óskaði eftir því við ríkislögreglustjóra að unnin yrði skýrsla um áhættumat og greiningu á því við hverju mætti búast varðandi frekari þróun vegna mögulega breyttrar stöðu á landamærum Íslands á næstu mánuðum. Helstu niðurstöður skýrslunnar voru þær að líkur væru á að hælisleitendum myndi fara fjölgandi hér á landi næstu tólf mánuði, og því megi búast við auknu álagi á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi segir lögregluna eiga sífellt erfiðara með að halda uppi hefðbundnu eftirliti. „Ef við tölum um tvennt; annars vegar húsnæði þá er það einfaldlega að springa. Þó það sé stöðugt verið að auka við þá er búist við að farþegafjöldinn í ár verði 4,9 milljónir en hann var 3,9 milljónir í fyrra. Svo er búist við að það muni enn aukast á næsta ári. Þannig að húsnæðismálin eru eitt en síðan með stöðugt auknum farþegafjölda þarf meiri mannskap,“ segir hann. Bent er á í skýrslunni að minni aðgerðargeta hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli geti haft áhrif á fjölda verkefna hjá öðrum lögregluliðum. Ólafur fullyrðir að aldrei hafi eins mikið álag verið á lögreglunni á Suðurnesjum og nú. Því sé mikil þörf á auknu fjármagni og frekari mannskap. „Það liggur í hlutarins eðli að aukið vinnuálag kallar á aukinn mannafla. Ég held það sé ekki rétt hjá mér að nefna neinar tölur að svo stöddu en við höfum nýlega tekið upp sólarhringsvakt á landamæragæsluna því það er verið að fljúga orðið allan sólarhringinn. Það er ljóst að við höfum engan varamannskap og þyrftum að bæta við,” útskýrir Ólafur. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Búast má við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna fjölgunar hælisleitenda hér á landi, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að þessi mikla fjölgun muni gera starfsfólki lögreglu erfiðara að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir margt þurfa að breytast. Ólafur Helgi óskaði eftir því við ríkislögreglustjóra að unnin yrði skýrsla um áhættumat og greiningu á því við hverju mætti búast varðandi frekari þróun vegna mögulega breyttrar stöðu á landamærum Íslands á næstu mánuðum. Helstu niðurstöður skýrslunnar voru þær að líkur væru á að hælisleitendum myndi fara fjölgandi hér á landi næstu tólf mánuði, og því megi búast við auknu álagi á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi segir lögregluna eiga sífellt erfiðara með að halda uppi hefðbundnu eftirliti. „Ef við tölum um tvennt; annars vegar húsnæði þá er það einfaldlega að springa. Þó það sé stöðugt verið að auka við þá er búist við að farþegafjöldinn í ár verði 4,9 milljónir en hann var 3,9 milljónir í fyrra. Svo er búist við að það muni enn aukast á næsta ári. Þannig að húsnæðismálin eru eitt en síðan með stöðugt auknum farþegafjölda þarf meiri mannskap,“ segir hann. Bent er á í skýrslunni að minni aðgerðargeta hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli geti haft áhrif á fjölda verkefna hjá öðrum lögregluliðum. Ólafur fullyrðir að aldrei hafi eins mikið álag verið á lögreglunni á Suðurnesjum og nú. Því sé mikil þörf á auknu fjármagni og frekari mannskap. „Það liggur í hlutarins eðli að aukið vinnuálag kallar á aukinn mannafla. Ég held það sé ekki rétt hjá mér að nefna neinar tölur að svo stöddu en við höfum nýlega tekið upp sólarhringsvakt á landamæragæsluna því það er verið að fljúga orðið allan sólarhringinn. Það er ljóst að við höfum engan varamannskap og þyrftum að bæta við,” útskýrir Ólafur.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira