Tók leigubíl fyrir 37 þúsund kall þegar það byrjaði að gjósa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:14 "Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt," segir Magnús Tumi. Vísir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00
Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01
Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57
Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25