Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum og bankamenn sögð í sömu súpunni Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2015 10:47 Ólafur segir ýmislegt sambærilegt í málum þeim sem snúa að stúlkunum á Kleppjárnsreykjum og svo hinum dæmdu bankamönnum. Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson setti inn pistil á Facebooksíðu sína í gærkvöldi sem hefur fengið hárin á ýmsum til að rísa en þar segir hann örlög stúlknanna á Kleppjárnsreykjum, (sjá meðfylgjandi fréttir hér neðar) og hinna dæmdu bankamanna sem nú eru margir komnir á Kvíabryggju, af sama meiði. Í báðum tilfellum var stofnað sérstakt embætti sem hafði það hlutverk eitt að refsa tilteknum hópi og brjóta á þeim mannréttindi. Ólafur slær reyndar rækilegan varnagla í upphafi ræðu sinnar: „Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að undanförnu hafa verið dæmdir í fangelsi,“ segir hann í upphafsorðum en, svo byrjar hann að taka til eitt og annað sem hann segir sambærilegt. Í báðum tilfellum „lagðist allt íslenska kerfið á eitt með að brjóta mannréttindi á ákveðnum hópi fólks. Réttarríkið mátti síns lítils í báðum tilvikum.“ Ólafur segir að fyrir 70 árum, þegar stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum voru teknar úr umferð, hafi ekki verið til neinn mannréttindadómstóll Evrópu en þangað muni bankamennirnir væntanlega sækja réttlæti. Við skömmumst okkar nú fyrir meðferðina á stúlkunum og kannski verði sú skömm hin sama gagnvart bankamönnunum þegar fram í sækir. „Það skiptir engu máli hvort um er að ræða „siðprýði“ eða „réttláta reiði“, réttarríkið verður að standa! Á því prófi föllum við Íslendingar aftur og aftur. Ég skammast mín fyrir það.“ Ýmsir leggja orð í belg á síðu hagfræðingsins, og svo dæmi af handahófi séu tekin lýsir Hlín Einarsdóttir fyrrverandi ritstjóri sig sammála Ólafi meðan Egill Helgason sjónvarpsmaður telur pistilinn ósmekklegan.Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að...Posted by Ólafur Arnarson on 29. desember 2015 Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 „Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. 4. nóvember 2015 12:35 Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson setti inn pistil á Facebooksíðu sína í gærkvöldi sem hefur fengið hárin á ýmsum til að rísa en þar segir hann örlög stúlknanna á Kleppjárnsreykjum, (sjá meðfylgjandi fréttir hér neðar) og hinna dæmdu bankamanna sem nú eru margir komnir á Kvíabryggju, af sama meiði. Í báðum tilfellum var stofnað sérstakt embætti sem hafði það hlutverk eitt að refsa tilteknum hópi og brjóta á þeim mannréttindi. Ólafur slær reyndar rækilegan varnagla í upphafi ræðu sinnar: „Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að undanförnu hafa verið dæmdir í fangelsi,“ segir hann í upphafsorðum en, svo byrjar hann að taka til eitt og annað sem hann segir sambærilegt. Í báðum tilfellum „lagðist allt íslenska kerfið á eitt með að brjóta mannréttindi á ákveðnum hópi fólks. Réttarríkið mátti síns lítils í báðum tilvikum.“ Ólafur segir að fyrir 70 árum, þegar stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum voru teknar úr umferð, hafi ekki verið til neinn mannréttindadómstóll Evrópu en þangað muni bankamennirnir væntanlega sækja réttlæti. Við skömmumst okkar nú fyrir meðferðina á stúlkunum og kannski verði sú skömm hin sama gagnvart bankamönnunum þegar fram í sækir. „Það skiptir engu máli hvort um er að ræða „siðprýði“ eða „réttláta reiði“, réttarríkið verður að standa! Á því prófi föllum við Íslendingar aftur og aftur. Ég skammast mín fyrir það.“ Ýmsir leggja orð í belg á síðu hagfræðingsins, og svo dæmi af handahófi séu tekin lýsir Hlín Einarsdóttir fyrrverandi ritstjóri sig sammála Ólafi meðan Egill Helgason sjónvarpsmaður telur pistilinn ósmekklegan.Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að...Posted by Ólafur Arnarson on 29. desember 2015
Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 „Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. 4. nóvember 2015 12:35 Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45
„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. 4. nóvember 2015 12:35
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30