Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum og bankamenn sögð í sömu súpunni Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2015 10:47 Ólafur segir ýmislegt sambærilegt í málum þeim sem snúa að stúlkunum á Kleppjárnsreykjum og svo hinum dæmdu bankamönnum. Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson setti inn pistil á Facebooksíðu sína í gærkvöldi sem hefur fengið hárin á ýmsum til að rísa en þar segir hann örlög stúlknanna á Kleppjárnsreykjum, (sjá meðfylgjandi fréttir hér neðar) og hinna dæmdu bankamanna sem nú eru margir komnir á Kvíabryggju, af sama meiði. Í báðum tilfellum var stofnað sérstakt embætti sem hafði það hlutverk eitt að refsa tilteknum hópi og brjóta á þeim mannréttindi. Ólafur slær reyndar rækilegan varnagla í upphafi ræðu sinnar: „Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að undanförnu hafa verið dæmdir í fangelsi,“ segir hann í upphafsorðum en, svo byrjar hann að taka til eitt og annað sem hann segir sambærilegt. Í báðum tilfellum „lagðist allt íslenska kerfið á eitt með að brjóta mannréttindi á ákveðnum hópi fólks. Réttarríkið mátti síns lítils í báðum tilvikum.“ Ólafur segir að fyrir 70 árum, þegar stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum voru teknar úr umferð, hafi ekki verið til neinn mannréttindadómstóll Evrópu en þangað muni bankamennirnir væntanlega sækja réttlæti. Við skömmumst okkar nú fyrir meðferðina á stúlkunum og kannski verði sú skömm hin sama gagnvart bankamönnunum þegar fram í sækir. „Það skiptir engu máli hvort um er að ræða „siðprýði“ eða „réttláta reiði“, réttarríkið verður að standa! Á því prófi föllum við Íslendingar aftur og aftur. Ég skammast mín fyrir það.“ Ýmsir leggja orð í belg á síðu hagfræðingsins, og svo dæmi af handahófi séu tekin lýsir Hlín Einarsdóttir fyrrverandi ritstjóri sig sammála Ólafi meðan Egill Helgason sjónvarpsmaður telur pistilinn ósmekklegan.Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að...Posted by Ólafur Arnarson on 29. desember 2015 Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 „Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. 4. nóvember 2015 12:35 Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson setti inn pistil á Facebooksíðu sína í gærkvöldi sem hefur fengið hárin á ýmsum til að rísa en þar segir hann örlög stúlknanna á Kleppjárnsreykjum, (sjá meðfylgjandi fréttir hér neðar) og hinna dæmdu bankamanna sem nú eru margir komnir á Kvíabryggju, af sama meiði. Í báðum tilfellum var stofnað sérstakt embætti sem hafði það hlutverk eitt að refsa tilteknum hópi og brjóta á þeim mannréttindi. Ólafur slær reyndar rækilegan varnagla í upphafi ræðu sinnar: „Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að undanförnu hafa verið dæmdir í fangelsi,“ segir hann í upphafsorðum en, svo byrjar hann að taka til eitt og annað sem hann segir sambærilegt. Í báðum tilfellum „lagðist allt íslenska kerfið á eitt með að brjóta mannréttindi á ákveðnum hópi fólks. Réttarríkið mátti síns lítils í báðum tilvikum.“ Ólafur segir að fyrir 70 árum, þegar stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum voru teknar úr umferð, hafi ekki verið til neinn mannréttindadómstóll Evrópu en þangað muni bankamennirnir væntanlega sækja réttlæti. Við skömmumst okkar nú fyrir meðferðina á stúlkunum og kannski verði sú skömm hin sama gagnvart bankamönnunum þegar fram í sækir. „Það skiptir engu máli hvort um er að ræða „siðprýði“ eða „réttláta reiði“, réttarríkið verður að standa! Á því prófi föllum við Íslendingar aftur og aftur. Ég skammast mín fyrir það.“ Ýmsir leggja orð í belg á síðu hagfræðingsins, og svo dæmi af handahófi séu tekin lýsir Hlín Einarsdóttir fyrrverandi ritstjóri sig sammála Ólafi meðan Egill Helgason sjónvarpsmaður telur pistilinn ósmekklegan.Aldrei dytti mér í hug að leggja að jöfnu stöðu stúlknanna sem sendar voru á Kleppjárnsreyki og bankamannanna sem að...Posted by Ólafur Arnarson on 29. desember 2015
Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 „Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. 4. nóvember 2015 12:35 Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45
„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. 4. nóvember 2015 12:35
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30