Hasar á heimili Vigdísar um hátíðarnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. desember 2015 09:15 Vigdís Hauksdóttir sést hér ásamt kettinum Taco en ferfætlingurinn virðist vera að búa sig undir að stökkva á jólaskrautið sem Vigdís heldur á. vísir/ernir Mikill hasar hefur verið á heimili framsóknarkonunnar Vigdísar Hauksdóttur yfir hátíðarnar, þar sem að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn þar á bæ hefur hlaupið upp og niður jólatréð með tilheyrandi jólakúlubrauki og -bramli. „Hann er búinn að vera mjög aktívur vægast sagt og lítur á jólatréð sem leikfang. Það ríkir stríðsástand á heimilinu, kötturinn hleypur upp og niður jólatréð og er gjörsamlega trítilóður,“ segir Vigdís um nýjasta fjölskyldumeðliminn, köttinn Taco. Umræddur köttur kom inn á heimili Vigdísar fyrir skömmu, eftir að börn Vigdísar höfðu mælt með ættleiðingu kattar um nokkurt skeið. „Krakkarnir hafa nöldrað um að fá kött mjög lengi. Ég fæddist og ólst upp í sveit og hefur mér því alltaf fundist eins og kettir og önnur húsdýr eigi heima í útihúsum. Það var svo þegar dóttir mín sýndi mér mynd af þessum ketti, sem var munaðarlaus, en hann fannst í yfirgefnu húsi og var þá bara pínulítill kettlingur, að ég lét undan,“ segir Vigdís. Taco er þó ekki köttur í bóli bjarnar eins og segir í orðatiltækinu, því Vigdís hefur gaman af kettinum þó svo að hann hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og brotið nokkrar jólakúlur. „Ég hef lúmskt gaman af þessu, ég er auðvitað prakkari sjálf og skil hann svo sem nokkuð vel. Þetta er fyrsta gæludýrið okkar, fyrir utan páfagaukatilraunirnar. Þessi köttur er svo mikil týpa að það er ekki annað hægt en að kunna vel við hann. Það fóru samt aldrei fleiri en fimm jólakúlur upp í einu því hann trylltist alveg þegar hann sá kúlurnar fara upp,“ segir Vigdís og hlær. Hún passaði þó upp á að setja ekki mikilvægustu jólakúlurnar á tréð í ár til að forða þeim frá tortímingu. Taco er læða, sem er nú að verða fjögurra mánaða gömul en hún var einungis tæplega mánaðar gömul þegar hún kom inn á heimili Vigdísar. „Litla greyið var pínulítil þegar hún kom til okkar og rúmaðist í lófanum. Þessi kisa er greinilega á unglingastiginu núna og það er ótrúlega mikill leikur í henni.“ Jólatréð sem er normannsþinur hefur hentað kettinum vel til athafna sinna. „Normannsþinurinn hefur veitt honum einstaklega góða viðspyrnu, því greinarnar eru „á hæðum“ öfugt við furu sem við erum vön að hafa, en furan var uppseld þegar átti að kaupa hana. Ekki hefði hún heldur getað verið svona mikið í trénu ef það væri rauðgreni, sem stingur svakalega.“ Taco hefur þó ekki enn náð að velta trénu, þó hún hafi eytt megninu af jóladeginum ein á heimilinu. „Jólatrésfóturinn er þungur, þannig að hún hefur ekki náð að henda því niður. Við höfum samt þurft að herða upp á trénu þrisvar sinnu,“ bætir Vigdís við létt í lundu. Nú þegar gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki úr vegi að spyrja Vigdísi hvernig hún ætli að vernda Taco fyrir sprengingunum utan dyra og öllum þeim látum sem fylgja gamlárskvöldinu. „Ég er eiginlega ekki búin að pæla neitt í því. Ég vona að hún drepist ekki úr hræðslu greyið. Við látum fara vel um hana,“ segir Vigdís, sem fór greinilega ekki í jólaköttinn í ár, heldur fékk sér jólakött. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Mikill hasar hefur verið á heimili framsóknarkonunnar Vigdísar Hauksdóttur yfir hátíðarnar, þar sem að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn þar á bæ hefur hlaupið upp og niður jólatréð með tilheyrandi jólakúlubrauki og -bramli. „Hann er búinn að vera mjög aktívur vægast sagt og lítur á jólatréð sem leikfang. Það ríkir stríðsástand á heimilinu, kötturinn hleypur upp og niður jólatréð og er gjörsamlega trítilóður,“ segir Vigdís um nýjasta fjölskyldumeðliminn, köttinn Taco. Umræddur köttur kom inn á heimili Vigdísar fyrir skömmu, eftir að börn Vigdísar höfðu mælt með ættleiðingu kattar um nokkurt skeið. „Krakkarnir hafa nöldrað um að fá kött mjög lengi. Ég fæddist og ólst upp í sveit og hefur mér því alltaf fundist eins og kettir og önnur húsdýr eigi heima í útihúsum. Það var svo þegar dóttir mín sýndi mér mynd af þessum ketti, sem var munaðarlaus, en hann fannst í yfirgefnu húsi og var þá bara pínulítill kettlingur, að ég lét undan,“ segir Vigdís. Taco er þó ekki köttur í bóli bjarnar eins og segir í orðatiltækinu, því Vigdís hefur gaman af kettinum þó svo að hann hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og brotið nokkrar jólakúlur. „Ég hef lúmskt gaman af þessu, ég er auðvitað prakkari sjálf og skil hann svo sem nokkuð vel. Þetta er fyrsta gæludýrið okkar, fyrir utan páfagaukatilraunirnar. Þessi köttur er svo mikil týpa að það er ekki annað hægt en að kunna vel við hann. Það fóru samt aldrei fleiri en fimm jólakúlur upp í einu því hann trylltist alveg þegar hann sá kúlurnar fara upp,“ segir Vigdís og hlær. Hún passaði þó upp á að setja ekki mikilvægustu jólakúlurnar á tréð í ár til að forða þeim frá tortímingu. Taco er læða, sem er nú að verða fjögurra mánaða gömul en hún var einungis tæplega mánaðar gömul þegar hún kom inn á heimili Vigdísar. „Litla greyið var pínulítil þegar hún kom til okkar og rúmaðist í lófanum. Þessi kisa er greinilega á unglingastiginu núna og það er ótrúlega mikill leikur í henni.“ Jólatréð sem er normannsþinur hefur hentað kettinum vel til athafna sinna. „Normannsþinurinn hefur veitt honum einstaklega góða viðspyrnu, því greinarnar eru „á hæðum“ öfugt við furu sem við erum vön að hafa, en furan var uppseld þegar átti að kaupa hana. Ekki hefði hún heldur getað verið svona mikið í trénu ef það væri rauðgreni, sem stingur svakalega.“ Taco hefur þó ekki enn náð að velta trénu, þó hún hafi eytt megninu af jóladeginum ein á heimilinu. „Jólatrésfóturinn er þungur, þannig að hún hefur ekki náð að henda því niður. Við höfum samt þurft að herða upp á trénu þrisvar sinnu,“ bætir Vigdís við létt í lundu. Nú þegar gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki úr vegi að spyrja Vigdísi hvernig hún ætli að vernda Taco fyrir sprengingunum utan dyra og öllum þeim látum sem fylgja gamlárskvöldinu. „Ég er eiginlega ekki búin að pæla neitt í því. Ég vona að hún drepist ekki úr hræðslu greyið. Við látum fara vel um hana,“ segir Vigdís, sem fór greinilega ekki í jólaköttinn í ár, heldur fékk sér jólakött.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira