Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, staðfesti eftir jafnteflið gegn Leicester í kvöld að fyrirliðinn Vincent Kompany verður frá næstu 3-4 vikurnar.
Kompany var búinn að vera inn á vellinum í aðeins nokkrar mínútur þegar hann meiddist í sigri City gegn Sunderland um helgina en hann var þá búinn að vera lengi frá vegna meiðsla.
Sjá einnig: Ranieri: Við erum kjallarinn - önnur lið eru glæsivillur
„Þetta verða kannski þrjár eða fjórar vikur. Þetta eru aftur meiðsli í sama kálfa en í öðrum hluta. Það væri mjög erfitt fyrir hann að koma til baka á skemmri tíma en það,“ sagði Pellegrini.
City er nú í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliðunum Arsenal og Leicester.
Sjá einnig: Leicester komst ekki aftur á toppinn
„Það vinnur ekkert lið titilinn í desember. Myndin skýrist aðeins í lok janúar og byrjun febrúar og þá sjáum við betur hvaða lið verða í titilbaráttunni fram á vor.“
