Sport

Kristinn vann brons á Norðurlandamótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Þórarinsson.
Kristinn Þórarinsson. Vísir/Anton
Fjölnismaðurinn Kristinn Þórarinsson vann í kvöld brons í 200 metra fjórsundi á Norðurlandamóti í sundi í Bergen í Noregi.

Kristinn kom í mark á 2:02,02 mínútum en hann hafði synt á 2:01,45 mínútum í undanrásunum.

Svíinn Samuel Törnqvist varð Norðurlandsmeistari en hann kom í mark á 1.59,66 mínútum og Finninn Kalle Pyykkönen tók silfur með því að klára á 1.59,90 mínútum.

Kristinn náði bronsinu á undan Dananum Nicolas Blanch sem var 39 hundraðshlutum á eftir Kristni.

Kristinn þarf þó að bæta sig mjög mikið til að komast á ÓL í Ríó næsta sumar en Ólympíulágmarkið í þessari grein er 2:00,28 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×