Sport

Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar var hrikalega flottur á vigtinni í kvöld.
Gunnar var hrikalega flottur á vigtinni í kvöld. vísir/getty
Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal.

Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina.

Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun.  Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg.

Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum.

Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að.

Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×