Enski boltinn

Staða Mourinho óbreytt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Forráðamenn Chelsea treysta Jose Mourinho enn til að stýra liði sínu þrátt fyrir afar slæmt gengi þess í haust. Liðið tapaði í gær fyrir Leicester og er aðeins einu stigi frá fallsæti.

Þetta var níunda tap Englandsmeistaranna í sextán deildarleikjum í haust. Það eru jafn margir tapleikir og á síðustu tveimur tímabilum Chelsea undir stjórn Mourinho þar á undan.

Mourinho sagði eftir tapið gær að honum þætti að leikmenn hans hefðu svikið sig en ummælin vöktu mikla athygli. Hann sagðist engu að síður vilja halda starfi sínu sem stjóri Chelsea.

Sjá einnig: Sjáðu umdeilt viðtal við Mourinho

Samkvæmt heimildum Sky Sports er þrátt fyrir allt þetta staða Mourinho ekki beytt og að hann njóti enn stuðnings eigandans Roman Abramovich. Næsti leikur Chelsea er gegn Sunderland um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×