Telur vopnaburð hluta af vinnuvernd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Lögreglumenn á Íslandi ganga að jafnaði ekki með vopn. Sérsveitin er aftur á móti vopnuð. Vísir „Íslenska lögreglan er ekki að vopnast. Þetta er bara spurning um aðgengi,“ segir Eyþór Víðisson löggæslufræðingur þegar hann er beðinn um álit á þeirri breytingu að skammbyssur verði í læstum hólfum í sex lögreglubílum. Eyþór segir lögregluna í langflestum löndum vopnaða og þróunin sé í þá átt. Þetta skref íslensku lögreglunnar sé lítið en þetta sé bara fyrsta skrefið. „Þróun á lögum og vinnuvernd hefur aukið ábyrgð vinnuveitenda. Vinnuveitendur eiga að gera allt til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Aukið aðgengi að vopnum snýst að miklum hluta til um öryggi lögreglumanna. Að vera lögreglumaður er bara starf, fólk gleymir því.“Eyþór Víðisson löggæslufræðingur.Eyþór bendir á að lögreglan sé í erfiðustu aðstæðum sem koma upp. Á meðan almenningur hlaupi burt frá hættu, hlaupi lögreglan að henni. „Hvernig ætlum við að réttlæta það ef manneskja með átta haglabyssur byrjar að skjóta í Kringlunni að lögreglan geti ekki gert neitt? Hvernig á lögreglustjóri að horfa framan í almenning daginn eftir? Nei, við gátum ekkert gert því við vorum hrædd við virka í athugasemdum. Það svar er ekki í boði.“ Eyþór viðurkennir að vissulega séu vopn dregin oftar upp og fleiri falli þegar lögreglan er vopnuð. „En við verðum líka að spyrja okkur hversu mörgum skotárásum lögreglan afstýrir með því að vera vopnuð. Eða hversu margir hætta við að fremja glæp því löggan er vopnuð. Þetta eru upplýsingar sem við fáum ekki fram.“ Lögreglan er búin kylfum og piparspreyi. Einnig hefur verið umræða um rafmagnsbyssur. „Maður stoppar ekki brjálaða manneskju með þessum vopnum. Þegar allt kemur til alls er þetta einföld eðlisfræði. Maður mætir byssu með byssu og það er óviðunandi að lögreglan hafi ekki bestu tólin til að takast á við slíkar aðstæður.“Eyþór segist vita að þetta hljómi ofbeldisfullt og ógnvekjandi en bendir á að byssur hafi verið til í þrjú hundruð ár og það sé veruleiki lögreglumanna. „Um sextíu þúsund byssur eru skráðar á Íslandi. Ekki skammbyssur, en haglabyssur og rifflar. Næstu ár verða fréttir af fleiri bílum með byssur. Síðan af löggu að halda á byssu og löggu að skjóta sig í fótinn. Og það verða læti og dramatík. En það er eðlilegt að það taki almenning tíma að venjast þessu.“Vinnuvernd lögreglumanna óviðunandi Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar. Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili. Vinnueftirlitið hefur frá hruni endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd en fálega hefur verið tek Tengdar fréttir Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Byssur í lögreglubíla er svar við því. 1. desember 2015 06:00 Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu í desember. Minnka á viðbragðstíma. Lögregluþjónar hafa stundað skotvopnaæfingar undanfarið. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
„Íslenska lögreglan er ekki að vopnast. Þetta er bara spurning um aðgengi,“ segir Eyþór Víðisson löggæslufræðingur þegar hann er beðinn um álit á þeirri breytingu að skammbyssur verði í læstum hólfum í sex lögreglubílum. Eyþór segir lögregluna í langflestum löndum vopnaða og þróunin sé í þá átt. Þetta skref íslensku lögreglunnar sé lítið en þetta sé bara fyrsta skrefið. „Þróun á lögum og vinnuvernd hefur aukið ábyrgð vinnuveitenda. Vinnuveitendur eiga að gera allt til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Aukið aðgengi að vopnum snýst að miklum hluta til um öryggi lögreglumanna. Að vera lögreglumaður er bara starf, fólk gleymir því.“Eyþór Víðisson löggæslufræðingur.Eyþór bendir á að lögreglan sé í erfiðustu aðstæðum sem koma upp. Á meðan almenningur hlaupi burt frá hættu, hlaupi lögreglan að henni. „Hvernig ætlum við að réttlæta það ef manneskja með átta haglabyssur byrjar að skjóta í Kringlunni að lögreglan geti ekki gert neitt? Hvernig á lögreglustjóri að horfa framan í almenning daginn eftir? Nei, við gátum ekkert gert því við vorum hrædd við virka í athugasemdum. Það svar er ekki í boði.“ Eyþór viðurkennir að vissulega séu vopn dregin oftar upp og fleiri falli þegar lögreglan er vopnuð. „En við verðum líka að spyrja okkur hversu mörgum skotárásum lögreglan afstýrir með því að vera vopnuð. Eða hversu margir hætta við að fremja glæp því löggan er vopnuð. Þetta eru upplýsingar sem við fáum ekki fram.“ Lögreglan er búin kylfum og piparspreyi. Einnig hefur verið umræða um rafmagnsbyssur. „Maður stoppar ekki brjálaða manneskju með þessum vopnum. Þegar allt kemur til alls er þetta einföld eðlisfræði. Maður mætir byssu með byssu og það er óviðunandi að lögreglan hafi ekki bestu tólin til að takast á við slíkar aðstæður.“Eyþór segist vita að þetta hljómi ofbeldisfullt og ógnvekjandi en bendir á að byssur hafi verið til í þrjú hundruð ár og það sé veruleiki lögreglumanna. „Um sextíu þúsund byssur eru skráðar á Íslandi. Ekki skammbyssur, en haglabyssur og rifflar. Næstu ár verða fréttir af fleiri bílum með byssur. Síðan af löggu að halda á byssu og löggu að skjóta sig í fótinn. Og það verða læti og dramatík. En það er eðlilegt að það taki almenning tíma að venjast þessu.“Vinnuvernd lögreglumanna óviðunandi Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar. Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili. Vinnueftirlitið hefur frá hruni endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd en fálega hefur verið tek
Tengdar fréttir Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Byssur í lögreglubíla er svar við því. 1. desember 2015 06:00 Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu í desember. Minnka á viðbragðstíma. Lögregluþjónar hafa stundað skotvopnaæfingar undanfarið. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Byssur í lögreglubíla er svar við því. 1. desember 2015 06:00
Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu í desember. Minnka á viðbragðstíma. Lögregluþjónar hafa stundað skotvopnaæfingar undanfarið. 26. nóvember 2015 07:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent