Sjúklingar sofa á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2015 19:00 Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“ Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“
Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19
Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07
Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00
Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels