Sjúklingar sofa á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2015 19:00 Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“ Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“
Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19
Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07
Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00
Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15