Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira