Endurskoða löggjöf um fóstureyðingar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2015 06:00 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, vonast til að leggja fram frumvarp um breytingar á löggjöf um fóstureyðingar á næsta haustþingi. Fréttablaðið/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“ Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“
Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15