Endurskoða löggjöf um fóstureyðingar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2015 06:00 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, vonast til að leggja fram frumvarp um breytingar á löggjöf um fóstureyðingar á næsta haustþingi. Fréttablaðið/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“ Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“
Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15