Fjölskylda Scott Weiland: Ekki upphefja þennan harmleik Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2015 09:59 Scott Weiland Vísir/Getty „Við erum reið og sár vegna fráfalls hans, en við erum eyðilögð því hann valdi að gefast upp,“ segir Mary Forsberg Weiland í opnu bréfi um barnsföður sinn Scott Weiland sem lést í síðustu viku. Weiland var þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots en Mary Forsberg átti með honum börnin Noah, 15 ára, og Lucy, 13 ára. Hann fannst látinn í rútu í Minnesota síðastliðinn fimmtudag en hann var 48 ára gamall. Mary Forsberg skrifaði bréfið með hjálp barna sinna Noah og Lucy en það birtist á vef bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í bréfinu biðja þau almenning um að upphefja ekki dauða söngvarans. „Við ætlum ekki að gera lítið úr ótrúlegum hæfileikum Scotts og hafa margir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hæfileika hans á sviði. Tónlistin er komin til að vera. En á einhverjum tímapunkti þarf einhver að benda á að þetta mun gerast aftur því sem samfélag hvetjum við nánast til þess,“ segir í bréfinu.Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“Vísir/GettyMary Forsberg segir marga listamenn illa haldna og ættu að vera undir lækniseftirliti. Hún segir marga þeirra eiga börn sem þrá ekkert annað en samveru með foreldri sínu. „Þú gætir spurt þig, hvernig gátum við vitað af þessu? Við höfðum lesið um hve mikið Scott elskaði að vera með börnunum sínum og hann hefði verið edrú í mörg ár! Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“ Mary Forsberg segist hafa fegrað sannleikann um Scott þegar hún ritaði bók fyrir nokkrum árum. Hún segir það hafa fengið á sig en hún gerði það fyrir börnin sín. Hún segist hafa varið óteljandi klukkustundum í að hugga Scott eftir að þau skildu. „Þegar hann fékk köst, þegar ég þurfti að ýta honum í sturtu og hella kaffi í hann, bara svo hann gæti farið á hæfileikasýningu með Noah eða á söngleikinn hennar Lucy. Þessar samverustundir voru það næsta sem börnin komust að því að eiga venjulegan pabba. Ef það varði mikið lengur varð það bæði hræðilegt og óþægilegt fyrir þau.“ Hún segist sjálf hafa orðið þunglynd vegna Scott og að hún óttaðist um geðheilsu barna sinna. Það hefði gengið svo langt að barnaverndaryfirvöld tóku fyrir að Scott fengi að vera einn með börnunum. Hún segir börnin hafa aldrei vonast eftir að Scott yrði hinn fullkomni pabbi. „Þau vonuðust bara eftir smá viðleitni. Ef þú ert foreldri sem gerir ekki þitt besta, þá er aðeins óskað eftir að þú reynir og gefist ekki upp. Framfarir, ekki fullkomnun, það er það sem börnin vonast eftir. Okkar von er sú að dauði hans muni veita öðrum von. Veljum að upphefja ekki þennan harmleik sem eðlilegan fylgifisk rokkstjörnulífernisins. Ekki kaupa stuttermabol með dánardægri hans, notaðu peninginn til að fara á leik með barninu þínu eða í ísrúnt.“ Tengdar fréttir Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Við erum reið og sár vegna fráfalls hans, en við erum eyðilögð því hann valdi að gefast upp,“ segir Mary Forsberg Weiland í opnu bréfi um barnsföður sinn Scott Weiland sem lést í síðustu viku. Weiland var þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots en Mary Forsberg átti með honum börnin Noah, 15 ára, og Lucy, 13 ára. Hann fannst látinn í rútu í Minnesota síðastliðinn fimmtudag en hann var 48 ára gamall. Mary Forsberg skrifaði bréfið með hjálp barna sinna Noah og Lucy en það birtist á vef bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í bréfinu biðja þau almenning um að upphefja ekki dauða söngvarans. „Við ætlum ekki að gera lítið úr ótrúlegum hæfileikum Scotts og hafa margir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hæfileika hans á sviði. Tónlistin er komin til að vera. En á einhverjum tímapunkti þarf einhver að benda á að þetta mun gerast aftur því sem samfélag hvetjum við nánast til þess,“ segir í bréfinu.Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“Vísir/GettyMary Forsberg segir marga listamenn illa haldna og ættu að vera undir lækniseftirliti. Hún segir marga þeirra eiga börn sem þrá ekkert annað en samveru með foreldri sínu. „Þú gætir spurt þig, hvernig gátum við vitað af þessu? Við höfðum lesið um hve mikið Scott elskaði að vera með börnunum sínum og hann hefði verið edrú í mörg ár! Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“ Mary Forsberg segist hafa fegrað sannleikann um Scott þegar hún ritaði bók fyrir nokkrum árum. Hún segir það hafa fengið á sig en hún gerði það fyrir börnin sín. Hún segist hafa varið óteljandi klukkustundum í að hugga Scott eftir að þau skildu. „Þegar hann fékk köst, þegar ég þurfti að ýta honum í sturtu og hella kaffi í hann, bara svo hann gæti farið á hæfileikasýningu með Noah eða á söngleikinn hennar Lucy. Þessar samverustundir voru það næsta sem börnin komust að því að eiga venjulegan pabba. Ef það varði mikið lengur varð það bæði hræðilegt og óþægilegt fyrir þau.“ Hún segist sjálf hafa orðið þunglynd vegna Scott og að hún óttaðist um geðheilsu barna sinna. Það hefði gengið svo langt að barnaverndaryfirvöld tóku fyrir að Scott fengi að vera einn með börnunum. Hún segir börnin hafa aldrei vonast eftir að Scott yrði hinn fullkomni pabbi. „Þau vonuðust bara eftir smá viðleitni. Ef þú ert foreldri sem gerir ekki þitt besta, þá er aðeins óskað eftir að þú reynir og gefist ekki upp. Framfarir, ekki fullkomnun, það er það sem börnin vonast eftir. Okkar von er sú að dauði hans muni veita öðrum von. Veljum að upphefja ekki þennan harmleik sem eðlilegan fylgifisk rokkstjörnulífernisins. Ekki kaupa stuttermabol með dánardægri hans, notaðu peninginn til að fara á leik með barninu þínu eða í ísrúnt.“
Tengdar fréttir Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30