Andy Murray komst í hóp með McEnroe og Wilander Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:00 Andy Murray fagnar sigrinum. Vísir/Getty Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty
Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira