Enski boltinn

Bolt: Ég myndi fá fimm ára samning hjá United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Usain Bolt með United-treyju með heimsmetinu sínu á.
Usain Bolt með United-treyju með heimsmetinu sínu á. vísir/getty
Usain Bolt, sexfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi, telur sig vera lausnina við vandamálum Manchester United.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, sagði á dögunum að liðinu vantar fljótari kantmenn, en enginn á þessari plánetu er fljótari en Usain Bolt.

Bolt er mikill stuðningsmaður United og hefur áður lýst yfir þrá sinni að spila fyrir liðið. Hann varð að sætta sig við að fá treyju fyrir einn heimaleik liðsins. Hann langar samt mikið að fá tækifæri til að sanna sig á æfingu með Manchester United.

„Mér finnst að ég ætti að fá að fara á reynslu og sjá hvort þeir vilja taka mig inn eða segja að ég sé ekki nógu góður,“ segir Bolt í viðtali við MUTV.

„Ég tel að ég væri nokkuð góður því ég er í góðu formi, mjög snöggur, get haldið boltanum og ég skil leikinn.“

„Ég held að ef ég fengi tækifæri myndi ég fá fimm ára samning. Ég er þrítugur en samt fengi ég samning til fimm ára,“ segir Usain Bolt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×