Lögreglan illa búin tækjum til rannsókna Snærós Sindradóttir skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Lögreglumenn á vettvangi ásamt tæknideild. Búnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nánast aðhlátursefni hjá kollegum á Norðurlöndunum. Fréttablaðið/AntonBrink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er svo illa tækjum búin að það stendur henni fyrir þrifum í rannsóknum á umfangsmiklum sakamálum. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnabrotadeildar lögreglunnar. „Ég myndi segja að það vanti nokkuð mikið upp á að við séum með þann búnað, eða höfum náð að uppfæra þann búnað, sem við þurfum. Þetta gerir það að verkum að gæði rannsóknanna verða minni en ella, málsmeðferðartími verður lengri og í raun er þetta oft meira íþyngjandi fyrir sakborninga,“ segir Aldís. Mikill niðurskurður til lögreglunnar hefur valdið því að embættið hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar kemur að tækjabúnaði. Aldís segir að íslenska lögreglan sé nánast aðhlátursefni vegna þessa hjá samstarfsfólki ytra. „Við vitum hvaða lausnir þetta eru og erum búin að biðja um sum þessi tæki. Sum þeirra eru jafnvel ekki mjög dýr,“ segir Aldís og nefnir tæki sem kostar tvær milljónir. Tækið gerir afritun á gögnum úr símum og spjaldtölvum margfalt fljótlegri og aðgengilegri. Þannig séu tækin ekki tekin af sakborningum lengi. „Það eru allir með þetta í kringum okkur. Það er búið að vera á innkaupalistanum að mér skilst í tvö ár, og búið að samþykkja það en það hefur ekki enn komið peningur.“Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónnSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eftirfylgni-tæki lögreglunnar (e. tracker) klunnalegt og áberandi tæki sem er langt frá því að standast þær kröfur sem lögreglan gerir. Það er með öðrum orðum ekkert líkt örflögum í James Bond-myndum sem senda nákvæm GPS-hnit til rannsakenda. Aldís segir að lögreglan sé háð símafyrirtækjunum þegar kemur að því að fá upplýsingar um símtalaskrá fólks. Þá þurfi að treysta því að gögnin séu rétt. Lögregla hafi ekki úrræði til að kanna símtalaskrár sjálf. „Við erum ekkert að tala um byssur. Þegar ég tala um tækjakostnað þá er ég að tala um síma, myndavélar, hlustunarbúnað og tæki til að afrita tölvubúnað. Með það litla sem við höfum náð að endurnýja höfum við þurft að reiða okkur á velvilja Lionsklúbba,“ segir Aldís. Lionsklúbburinn EIR gaf fíkniefnadeildinni 400 þúsund krónur í febrúar á þessu ári. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er svo illa tækjum búin að það stendur henni fyrir þrifum í rannsóknum á umfangsmiklum sakamálum. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnabrotadeildar lögreglunnar. „Ég myndi segja að það vanti nokkuð mikið upp á að við séum með þann búnað, eða höfum náð að uppfæra þann búnað, sem við þurfum. Þetta gerir það að verkum að gæði rannsóknanna verða minni en ella, málsmeðferðartími verður lengri og í raun er þetta oft meira íþyngjandi fyrir sakborninga,“ segir Aldís. Mikill niðurskurður til lögreglunnar hefur valdið því að embættið hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar kemur að tækjabúnaði. Aldís segir að íslenska lögreglan sé nánast aðhlátursefni vegna þessa hjá samstarfsfólki ytra. „Við vitum hvaða lausnir þetta eru og erum búin að biðja um sum þessi tæki. Sum þeirra eru jafnvel ekki mjög dýr,“ segir Aldís og nefnir tæki sem kostar tvær milljónir. Tækið gerir afritun á gögnum úr símum og spjaldtölvum margfalt fljótlegri og aðgengilegri. Þannig séu tækin ekki tekin af sakborningum lengi. „Það eru allir með þetta í kringum okkur. Það er búið að vera á innkaupalistanum að mér skilst í tvö ár, og búið að samþykkja það en það hefur ekki enn komið peningur.“Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónnSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eftirfylgni-tæki lögreglunnar (e. tracker) klunnalegt og áberandi tæki sem er langt frá því að standast þær kröfur sem lögreglan gerir. Það er með öðrum orðum ekkert líkt örflögum í James Bond-myndum sem senda nákvæm GPS-hnit til rannsakenda. Aldís segir að lögreglan sé háð símafyrirtækjunum þegar kemur að því að fá upplýsingar um símtalaskrá fólks. Þá þurfi að treysta því að gögnin séu rétt. Lögregla hafi ekki úrræði til að kanna símtalaskrár sjálf. „Við erum ekkert að tala um byssur. Þegar ég tala um tækjakostnað þá er ég að tala um síma, myndavélar, hlustunarbúnað og tæki til að afrita tölvubúnað. Með það litla sem við höfum náð að endurnýja höfum við þurft að reiða okkur á velvilja Lionsklúbba,“ segir Aldís. Lionsklúbburinn EIR gaf fíkniefnadeildinni 400 þúsund krónur í febrúar á þessu ári.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira