Vill vita hvað kosti að bjarga Grímsey Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Heiða Kristín Helgadóttir Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um sértækar byggðaaðgerðir til bjargar byggð í Grímsey. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráðast í margvíslegar aðgerðir til þess að bjarga byggðinni í eynni. Fyrirspurn Heiðu Kristínar er tvíþætt. Annars vegar vill hún vita hversu miklum fjárhæðum verður varið til þessara aðgerða og hvort forsætisráðuneytið hafi upplýsingar um að svipaðar aðgerðir hafi borið árangur og snúið við fólksfækkun. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að tillögur nefndar um framtíð byggðar í Grímsey voru metnar um hálfur milljarður árlega í formi aukinna samgangna við eyjuna og sértækan byggðakvóta sem kæmi í hlut Grímseyjar. „Það sem skiptir mestu máli er að fjármunum úr sameiginlegum sjóði okkar allra sé sem best varið og að svona aðgerðir skili árangri. Mér finnst rétt að spyrja hversu miklir fjármunir fara í þessa sértæku aðgerð til að styrkja byggð í Grímsey og hvert sé markmiðið. Ef fjármunirnir hlaupa á hundruðum milljóna þá þarf það að liggja fyrir,“ segir Heiða Kristín. „Það er mín tilfinning að íslensk byggðastefna sé tilviljanakennd og ekki nægilega markviss. Það er öllum til góða að horfast í augu við það. Ég hefði viljað sjá fjármagni varið til sóknaráætlana landshlutanna í stað þess að skera niður nærri allt fé til þeirra.“ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um sértækar byggðaaðgerðir til bjargar byggð í Grímsey. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráðast í margvíslegar aðgerðir til þess að bjarga byggðinni í eynni. Fyrirspurn Heiðu Kristínar er tvíþætt. Annars vegar vill hún vita hversu miklum fjárhæðum verður varið til þessara aðgerða og hvort forsætisráðuneytið hafi upplýsingar um að svipaðar aðgerðir hafi borið árangur og snúið við fólksfækkun. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að tillögur nefndar um framtíð byggðar í Grímsey voru metnar um hálfur milljarður árlega í formi aukinna samgangna við eyjuna og sértækan byggðakvóta sem kæmi í hlut Grímseyjar. „Það sem skiptir mestu máli er að fjármunum úr sameiginlegum sjóði okkar allra sé sem best varið og að svona aðgerðir skili árangri. Mér finnst rétt að spyrja hversu miklir fjármunir fara í þessa sértæku aðgerð til að styrkja byggð í Grímsey og hvert sé markmiðið. Ef fjármunirnir hlaupa á hundruðum milljóna þá þarf það að liggja fyrir,“ segir Heiða Kristín. „Það er mín tilfinning að íslensk byggðastefna sé tilviljanakennd og ekki nægilega markviss. Það er öllum til góða að horfast í augu við það. Ég hefði viljað sjá fjármagni varið til sóknaráætlana landshlutanna í stað þess að skera niður nærri allt fé til þeirra.“
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira