Þýðir flóknu orðin í Grey's Sólveig Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 08:00 Jón Þorkell Einarsson, lyf- og gigtarlæknir í Lundi. Einlægir aðdáendur Grey’s Anatomy kannast líklega við nafnið Jón Þorkell Einarsson enda birtist það ávallt í lok þáttanna með titlinum faglegur ráðgjafi. Jón Þorkell starfar sem sérfræðingur í gigtarlækningum í Lundi í Svíþjóð en þar hefur hann búið í um átta ár. „Ágústa Rúnarsdóttir, sem þýðir þættina, er vinkona mín síðan í grunnskóla. Fyrir nokkrum árum fór hún að senda á mig, í gegnum Facebook, eitt og eitt orð sem hún lenti í vandræðum með en síðan hefur þetta aðeins verið að aukast,“ segir Jón Þorkell og bætir við að sumir þættir séu erfiðari en aðrir. „Þá hafa sumar seríur verið sérstaklega krefjandi. Ég man sérstaklega eftir einni þar sem læknarnir voru einkar nýjungagjarnir og tóku upp alla nýsköpun í læknisfræðinni. Þá var mikið um nýyrðasmíði hjá okkur,“ segir hann glettinn. Töluverð tímapressa er á þýðanda Grey’s og faglegum ráðgjafa hans enda er þátturinn sýndur á Íslandi aðeins tveimur dögum eða svo eftir frumsýningu í Bandaríkjunum. „Við þurfum því að hafa hraðar hendur.“En hvernig vinnið þið þetta? „Ágústa sendir á mig orðin í símann, ég tek mér smá umhugsunarfrest eða fletti einhverju upp og sendi svo til baka,“ lýsir Jón Þorkell en stundum fær hann einnig heilar setningar til að þýða. „Sem betur fer er Ágústa mjög fær í þessu og er búin að setja saman setningarnar en ég þarf að fylla inn í orðin sem þarf að þýða. Ég man þó eftir flókinni aðgerð þar sem þurfti að þýða nánast hvert einasta orð og hvert þeirra var mjög flókið,“ segir hann. Hann útskýrir að nokkur list felist í því að þýða setningar á stuttan en hnitmiðaðan hátt án þess að merkingin tapist enda sé plássið fyrir textann undir myndinni fremur knappur. „Ég var einn af þeim sem voru mjög pirraðir út í svona þýðingar áður en ég fór út í þetta verkefni. Nú ber ég mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur við þetta.“ Jón Þorkell segir oft dálítið skrítið að þýða þetta erlenda læknamál. „Sum íslensku orðin eru svo kjánaleg, aðallega af því að mörg þeirra eru aldrei notuð annars staðar en í Læknablaðinu. Orð eins og dúraveiki og dáslekja (e. narcolepsy og cataplexy) hrífa ekki í daglegu tali,“ segir hann kíminn. Flókið getur verið að þýða samtöl lækna í skurðaðgerð.Nodricphotos/Getty Sjálfur er Jón Þorkell ekki aðdáandi þáttanna og slysast sjaldan til að horfa á þá. „Konan mín horfði hins vegar á fyrstu sex seríurnar.“En stenst það sem kemur fram í þáttunum raunveruleikann? „Sjúkdómarnir sem koma fram eru til og flest læknisfræðileg heitin sem eru notuð eru til, en samfélagið, sem lýst er í þessum þáttum, er auðvitað ekki trúverðugt. Þetta eru allt saman skurðlæknar og aðrar starfsstéttir eru lítt áberandi. Þá taka þeir að sér alls konar verkefni sem skurðlæknar gera ekki, hoppa til dæmis í störf annarra sérfræðilækna sem gerist ekki í raunveruleikanum.“ Jón Þorkell nefnir einnig allar þær nýjungar sem læknarnir prófa. „Slíkar nýjungar er aðeins að finna á fínum akademískum sjúkrahúsumen ekki einkareknum sjúkrahúsum eins og þetta á að vera.“ Hann segir að þó ekkert sé athugavert við sjúkdómana sjálfa í þáttunum séu þeir líklega ekki það sem laði fólk að þeim. „Ef maður er spenntur fyrir áhugaverðum sjúkdómstilfellum horfir maður frekar á Doktor House,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi stundum vitnað í lækninn úrilla í sínum fyrirlestrum. „Vandamálið við House er þó að þar er það sami læknirinn sem tekur röntgenmyndina, sker upp heila og allt þar á milli,“ segir hann og hlær. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Einlægir aðdáendur Grey’s Anatomy kannast líklega við nafnið Jón Þorkell Einarsson enda birtist það ávallt í lok þáttanna með titlinum faglegur ráðgjafi. Jón Þorkell starfar sem sérfræðingur í gigtarlækningum í Lundi í Svíþjóð en þar hefur hann búið í um átta ár. „Ágústa Rúnarsdóttir, sem þýðir þættina, er vinkona mín síðan í grunnskóla. Fyrir nokkrum árum fór hún að senda á mig, í gegnum Facebook, eitt og eitt orð sem hún lenti í vandræðum með en síðan hefur þetta aðeins verið að aukast,“ segir Jón Þorkell og bætir við að sumir þættir séu erfiðari en aðrir. „Þá hafa sumar seríur verið sérstaklega krefjandi. Ég man sérstaklega eftir einni þar sem læknarnir voru einkar nýjungagjarnir og tóku upp alla nýsköpun í læknisfræðinni. Þá var mikið um nýyrðasmíði hjá okkur,“ segir hann glettinn. Töluverð tímapressa er á þýðanda Grey’s og faglegum ráðgjafa hans enda er þátturinn sýndur á Íslandi aðeins tveimur dögum eða svo eftir frumsýningu í Bandaríkjunum. „Við þurfum því að hafa hraðar hendur.“En hvernig vinnið þið þetta? „Ágústa sendir á mig orðin í símann, ég tek mér smá umhugsunarfrest eða fletti einhverju upp og sendi svo til baka,“ lýsir Jón Þorkell en stundum fær hann einnig heilar setningar til að þýða. „Sem betur fer er Ágústa mjög fær í þessu og er búin að setja saman setningarnar en ég þarf að fylla inn í orðin sem þarf að þýða. Ég man þó eftir flókinni aðgerð þar sem þurfti að þýða nánast hvert einasta orð og hvert þeirra var mjög flókið,“ segir hann. Hann útskýrir að nokkur list felist í því að þýða setningar á stuttan en hnitmiðaðan hátt án þess að merkingin tapist enda sé plássið fyrir textann undir myndinni fremur knappur. „Ég var einn af þeim sem voru mjög pirraðir út í svona þýðingar áður en ég fór út í þetta verkefni. Nú ber ég mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur við þetta.“ Jón Þorkell segir oft dálítið skrítið að þýða þetta erlenda læknamál. „Sum íslensku orðin eru svo kjánaleg, aðallega af því að mörg þeirra eru aldrei notuð annars staðar en í Læknablaðinu. Orð eins og dúraveiki og dáslekja (e. narcolepsy og cataplexy) hrífa ekki í daglegu tali,“ segir hann kíminn. Flókið getur verið að þýða samtöl lækna í skurðaðgerð.Nodricphotos/Getty Sjálfur er Jón Þorkell ekki aðdáandi þáttanna og slysast sjaldan til að horfa á þá. „Konan mín horfði hins vegar á fyrstu sex seríurnar.“En stenst það sem kemur fram í þáttunum raunveruleikann? „Sjúkdómarnir sem koma fram eru til og flest læknisfræðileg heitin sem eru notuð eru til, en samfélagið, sem lýst er í þessum þáttum, er auðvitað ekki trúverðugt. Þetta eru allt saman skurðlæknar og aðrar starfsstéttir eru lítt áberandi. Þá taka þeir að sér alls konar verkefni sem skurðlæknar gera ekki, hoppa til dæmis í störf annarra sérfræðilækna sem gerist ekki í raunveruleikanum.“ Jón Þorkell nefnir einnig allar þær nýjungar sem læknarnir prófa. „Slíkar nýjungar er aðeins að finna á fínum akademískum sjúkrahúsumen ekki einkareknum sjúkrahúsum eins og þetta á að vera.“ Hann segir að þó ekkert sé athugavert við sjúkdómana sjálfa í þáttunum séu þeir líklega ekki það sem laði fólk að þeim. „Ef maður er spenntur fyrir áhugaverðum sjúkdómstilfellum horfir maður frekar á Doktor House,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi stundum vitnað í lækninn úrilla í sínum fyrirlestrum. „Vandamálið við House er þó að þar er það sami læknirinn sem tekur röntgenmyndina, sker upp heila og allt þar á milli,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira