Heildarútgjöld hins opinbera á háskólanema minnst hér Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:15 Skýrslan sýnir að heildarútgjöld hins opinbera á hvern háskólanema eru ríflega helmingi lægri hér á landi en í Noregi. Hið opinbera ver minnstum fjármunum á hvern nemenda á háskólastigi á Íslandi samanborið við hin OECD löndin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD. Menntamálráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að íslenskt háskólakerfi verði að vera sambærilegt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum, annars ógni það efnahagslegri velferð þjóðarinnar. Skýrslan sýnir að heildarútgjöld hins opinbera á hvern háskólanema eru ríflega helmingi lægri hér á landi en í Noregi. Íslenska ríkið ver ríflega 1,2 milljónum króna á hvern háskólanema en það norska ríflega 2,6 milljónum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir þetta hættulega þróun. „Þetta er kannski ekki alveg jafn slæmt og tölurnar gefa til kynna en það er samt sem áður ljós, og hefur legið fyrir um nokkra hríð, að framlag per nemenda í háskólakerfinu okkar er of lágt. Svarið er auðvitað einfalt, það vantar meiri fjármuni. Ef að við ætlum okkur í framtíðinni að geta staðið undir öllum þeim kostnaði sem hlýst af heilbrigðiskerfinu, samgöngum og öllu því sem við viljum gera í landinu, þá er lykillinn að því að geta gert það að fjárfesta í menntun núna,“ segir Illugi. Í skýrslunni kemur einnig í ljós að Íslendingar útskrifast seinna úr háskólanámi en aðrir nemar OECD landa, og eyða þar af leiðandi skemmri tíma á vinnumarkaði. „Framleiðni á vinnustund er nokkuð lægri hér á Íslandi en í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við um lífskjör. Það þýðir bara á mannamáli að við erum að vinna fleiri klukkustundir fyrir sömu verðmætum en aðrir gera. Þá bendir maður auðvitað á það að við erum að öllu jöfnu að klára seinna en aðrir að mennta okkur,“ segir Illugi. Það sé ekki eðlilegt að við sem lítil þjóð eyðum minni peningum í menntun en nágrannalöndin. „Efnahagsleg velferð þjóða byggir í sívaxandi mæli á menntun, rannsóknum og vísindum. Ef við ætlum hér á Íslandi að geta fylgt öðrum þjóðum í því að bjóða upp á góð lífskjör, þá verðum við líka um leið að bjóða okkar fólki upp á góða menntun,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Hið opinbera ver minnstum fjármunum á hvern nemenda á háskólastigi á Íslandi samanborið við hin OECD löndin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD. Menntamálráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að íslenskt háskólakerfi verði að vera sambærilegt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum, annars ógni það efnahagslegri velferð þjóðarinnar. Skýrslan sýnir að heildarútgjöld hins opinbera á hvern háskólanema eru ríflega helmingi lægri hér á landi en í Noregi. Íslenska ríkið ver ríflega 1,2 milljónum króna á hvern háskólanema en það norska ríflega 2,6 milljónum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir þetta hættulega þróun. „Þetta er kannski ekki alveg jafn slæmt og tölurnar gefa til kynna en það er samt sem áður ljós, og hefur legið fyrir um nokkra hríð, að framlag per nemenda í háskólakerfinu okkar er of lágt. Svarið er auðvitað einfalt, það vantar meiri fjármuni. Ef að við ætlum okkur í framtíðinni að geta staðið undir öllum þeim kostnaði sem hlýst af heilbrigðiskerfinu, samgöngum og öllu því sem við viljum gera í landinu, þá er lykillinn að því að geta gert það að fjárfesta í menntun núna,“ segir Illugi. Í skýrslunni kemur einnig í ljós að Íslendingar útskrifast seinna úr háskólanámi en aðrir nemar OECD landa, og eyða þar af leiðandi skemmri tíma á vinnumarkaði. „Framleiðni á vinnustund er nokkuð lægri hér á Íslandi en í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við um lífskjör. Það þýðir bara á mannamáli að við erum að vinna fleiri klukkustundir fyrir sömu verðmætum en aðrir gera. Þá bendir maður auðvitað á það að við erum að öllu jöfnu að klára seinna en aðrir að mennta okkur,“ segir Illugi. Það sé ekki eðlilegt að við sem lítil þjóð eyðum minni peningum í menntun en nágrannalöndin. „Efnahagsleg velferð þjóða byggir í sívaxandi mæli á menntun, rannsóknum og vísindum. Ef við ætlum hér á Íslandi að geta fylgt öðrum þjóðum í því að bjóða upp á góð lífskjör, þá verðum við líka um leið að bjóða okkar fólki upp á góða menntun,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira