Rugluðust Íslendingar á orðunum sæng og dýna? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 13:24 Guðrún Kvaran skoðar málið ofan í kjölinn. vísir/getty Notkun á orðinu „sæng“ hefur breyst töluvert í gegnum árin, samkvæmt nýrri grein Guðrúnar Kvaran, prófessors í íslensku. Hún var spurð að því á Vísindavefnum hvort Íslendingar hefðu mögulega ruglast á notkun orðanna „sæng“ og „dýna“, þar sem orðin hafi aðra merkingu á dönsku. Orðin eru víða að finna í fornum ritum, en þó ekki alltaf í sömu merkingu og notuð er í dag. Eflaust velta einhverjir fyrir sér hvers vegna frændur okkar Danir nota orðin sæng og dýna (seng og dyne) í annarri merkingu en við. Þar þýðir „seng“ rúm og „dyne“ sæng. Guðrún skoðaði málið ofan í kjölinn í grein sinni á Vísindavefnum. Þar segir að orðið sæng hafi í fornum ritum oftast verið notað í merkingunni „rúm eða hvílu.“ Guðrún vísar meðal annars í orðabók Johans Fritzners (III:640):„hann kemr at einni lokrekkju, þar brann ljós á kertastiku; Þ. sér, at kona liggr í sænginni.var Skjaldvöru fylgt til þeirrar skemmu ok sængr, sem Sigurðr bóndi hennar svaf í. sængin var svá há, sú er þau skyldu sofa í, at jarlinn féll niðr öðrum megin sængrinnar.“ Þegar litið sé í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans sé elsta dæmið um sæng frá 1549. Þar sé greinilega átt við rúm:„Item skáli með grenivið, fjórar sængur hvoru megin með rúmstokkum, bríkum og skörum.“ Þá sé sömu sögu að segja úr Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar, sem gefin var út 1540, fyrst íslenskra bóka á prenti:„lietu suo sængina nidr siga sem hin siuke la i.“ Breyting varð á orðanotkuninni á fyrri hluta 18.aldar. Guðrún fann dæmi frá 1714 þar sem talað var um yfirsæng, sem hafi þar verið notað í sömu merkingu og sæng í dag. Sömuleiðis sé orðið undirdýna notað um það sem kallað er dýna í nútímamáli. „Orðið dýna kemur fyrir í fornu máli og er skýrt svo hjá Fritzner ( I:276): 'overstrø, fylde med Dun',“ skrifar Guðrún. Þá vísar hún í ýmis föst orðasambönd sem sýna að sæng merkti rúm, til dæmis að „ganga í eina sæng með e-m“, „ganga í hjónaband“ og „leggjast á sæng“. Sæng í nútímamáli sé því líklega stytting úr yfirsæng.Grein Guðrúnar Kvaran má lesa í heild hér. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Notkun á orðinu „sæng“ hefur breyst töluvert í gegnum árin, samkvæmt nýrri grein Guðrúnar Kvaran, prófessors í íslensku. Hún var spurð að því á Vísindavefnum hvort Íslendingar hefðu mögulega ruglast á notkun orðanna „sæng“ og „dýna“, þar sem orðin hafi aðra merkingu á dönsku. Orðin eru víða að finna í fornum ritum, en þó ekki alltaf í sömu merkingu og notuð er í dag. Eflaust velta einhverjir fyrir sér hvers vegna frændur okkar Danir nota orðin sæng og dýna (seng og dyne) í annarri merkingu en við. Þar þýðir „seng“ rúm og „dyne“ sæng. Guðrún skoðaði málið ofan í kjölinn í grein sinni á Vísindavefnum. Þar segir að orðið sæng hafi í fornum ritum oftast verið notað í merkingunni „rúm eða hvílu.“ Guðrún vísar meðal annars í orðabók Johans Fritzners (III:640):„hann kemr at einni lokrekkju, þar brann ljós á kertastiku; Þ. sér, at kona liggr í sænginni.var Skjaldvöru fylgt til þeirrar skemmu ok sængr, sem Sigurðr bóndi hennar svaf í. sængin var svá há, sú er þau skyldu sofa í, at jarlinn féll niðr öðrum megin sængrinnar.“ Þegar litið sé í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans sé elsta dæmið um sæng frá 1549. Þar sé greinilega átt við rúm:„Item skáli með grenivið, fjórar sængur hvoru megin með rúmstokkum, bríkum og skörum.“ Þá sé sömu sögu að segja úr Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar, sem gefin var út 1540, fyrst íslenskra bóka á prenti:„lietu suo sængina nidr siga sem hin siuke la i.“ Breyting varð á orðanotkuninni á fyrri hluta 18.aldar. Guðrún fann dæmi frá 1714 þar sem talað var um yfirsæng, sem hafi þar verið notað í sömu merkingu og sæng í dag. Sömuleiðis sé orðið undirdýna notað um það sem kallað er dýna í nútímamáli. „Orðið dýna kemur fyrir í fornu máli og er skýrt svo hjá Fritzner ( I:276): 'overstrø, fylde med Dun',“ skrifar Guðrún. Þá vísar hún í ýmis föst orðasambönd sem sýna að sæng merkti rúm, til dæmis að „ganga í eina sæng með e-m“, „ganga í hjónaband“ og „leggjast á sæng“. Sæng í nútímamáli sé því líklega stytting úr yfirsæng.Grein Guðrúnar Kvaran má lesa í heild hér.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira