Lífið

Snæbjörn og Marta María sættust: „Var fullkomlega fíflið sem ég vildi aldrei vera“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snæbjörn bað Mörtu Maríu afsökunar.
Snæbjörn bað Mörtu Maríu afsökunar. vísir
Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, var gestur hjá Loga Bergmanni Eiðssyni síðastliðið föstudagskvöld á Stöð 2.

Þar sagði hann söguna af því þegar hann skrifaði pistil á Facebook um Smartlandið á mbl.is og hversu hræðileg síða það væri. Þar fór hann einnig ófögrum orðum um ritstjóra Smartlandsins, Mörtu Maríu Jónasdóttir.

„Stundum skrifa hér hluti á internetið útaf því að mér finnst ég hafa svo mikið rétt fyrir mér,“ sagði Snæbjörn í þættinum.

„Þá sest ég niður og skrifa 1500 orð um eitthvað og eyðilegg lyklaborðið. Einvertímann var ég inni á Smartlandinu og fannst það ömurlegt, sem mér finnst. Ég ákvað að skrifa alveg heillangan pistil um hvað þetta væri allt saman ömurlegt, asnalegt og bara vont allt saman. Ég var kominn á flug og skrifaði einnig um hvað hún [Marta María] væri mikill fáviti.“

Fáviti fyrir að taka manneskju sem hann þekkti ekki neitt og drulla yfir hana

Snæbjörn, sem er oft kallaður Bibbi, fékk síðan fleiri þúsund „like“ á statusinn og var rosalega ánægður með þetta allt saman.

„Stuttu síðar kallar yfirmaðurinn minn Valli Sport mig inn á skrifstofu til sín,“ segir Bibbi en hann starfar á auglýsingastofunni Pipar.

„Hann kallaði mig á fund, bara svona eins og menn gera, og ég hélt að þetta væri bara eitthvað vinnutengt. Hann var aftur á móti með pistilinn útprentaðan og las hann allan upp fyrir mig, ógeðslega hægt og skorinort. Þá var ég ennþá bara frekar góður með mig. Svo benti hann mig á það að ég væri algjör fáviti að taka manneskju sem ég þekkti ekki neitt og drulla yfir hana.“

Bibbi segist fyrst hafa verið nokkuð fúll við Valla eftir fundinn.

„Ég las þetta síðan aðeins yfir, fór heim og eyddi þessu og sendi henni afsökunarbeiðni. Þarna var ég fullkomlega fíflið sem ég vildi aldrei vera,“ segir Snæbjörn og fékk síðan að knúsa Mörtu Maríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.