Topp 10 vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2015 14:30 Þórdís er í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. vísir/getty/valli Nóvemberútgáfan af Glamour kemur í verslanir í dag en þar er meðal annars fjallað um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi. Í blaðinu fræðir Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir, lesendur Glamour um heim bótox, brjóstastækkana og andlitslyftinga. Hér að neðan má sjá topp 10 lista yfir vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi en um er að ræða óformlegan lista frá Þórdísi. Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Glamour. 1. BótoxSjö ár eru síðan byrjað var að nota bótox á Íslandi í fegrunarlækningum. Það er ekki spurning að vinsældir þess hafa farið ört vaxandi. Bótox er lyf sem sprautað er undir húðina og slakar staðbundið á undirliggjandi vöðvum sem gerir það að verkum að hrukkur minnka. Notað á réttan hátt er hægt að kalla bótox yngingarmeðal. Áhrif bótox endast í um 6 mánuði en því oftar sem það er notað dugar það lengur. Algengasti aldurshópur, meðal karla og kvenna, er 35-55 ára.2. FyllingarefniÞetta er einnig meðferð þar sem takmarkið er að minnka hrukkur. Tilbúnu fyllingarefni (hyaluronic acid) er sprautað undir húðina. Algengasta staðsetningin er hrukkurnar meðfram munni í áttina að höku og frá nefi niður að munni. Fyllingarefni er líka notað til þess að gera varir bústnari. Það er kúnst að nota fyllingarefnið og flestir vilja að það sé sem náttúrulegast. Mikilvægt er að fylliefnið sem er notað sé uppleysanlegt, en algengur endingartími er um 1 ár.3. AugnlokaaðgerðirÞetta er algengasta skurðaðgerðin og það þykir almennt ekki mikið tiltökumál að fara í augnlokaaðgerð í þjóðfélaginu. Tilgangur hennar er ekki einungis að líta betur út heldur getur fólki líka almennt liðið betur. Fólk upplifir stundum að þurfa að lyfta augabrúnunum ef augnlokin eru þung og fá við það þreytu og höfuðverk. Þessi aðgerð opnar augnsvæðið og fólki getur liðið betur. Eins er mun þægilegra fyrir konur að mála sig á augnsvæðinu.4. BrjóstastækkunSilíkonpúðar eru notaðir til brjóstastækkunar. Oftast er gerður skurður hliðlægt undir brjóstið til þess að koma púðanum fyrir. Púðinn er síðan settur annaðhvort undir eða yfir brjóstvöðvann. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur um klukkustund. Algengasti aldurshópurinn er undir 45 ára.5. FitusogFitusog er ekki megrunaraðgerð en er notað til að leiðrétta staðbundna fitudreifingu á óheppilegum stöðum. Algengustu svæði geta verið; framan á kvið, mjaðmir, háls, utan- og innanverð læri, hné og upphandleggir. 6. SvuntaAðgerð sem er gerð til að fjarlægja slappa og hangandi húðfellingu framan á kviðnum, oftast tengist það meðgöngu eða þyngdartapi. Fitusog á mjöðmum er oftast framkvæmt samhliða aðgerðinni. 7. Skipting á púðumMælt er með að skipta um eldri tegundir af púðum eftir 10 ár. Púðar sem notaðir eru í dag eru með ævilanga ábyrgð frá framleiðanda. Það getur samt komið rof á himnuna utan um silíkonið (1 prósent kvenna á 8 ára tímabili) og er nauðsynlegt fyrir konur að láta fylgjast með sér. En brjóst breytast samt oft með tímanum og konur vilja stundum skipta um púða þrátt fyrir að þeir séu heilir. Ástæðurnar geta verið slöpp brjóst eftir brjóstagjöf, þyngdartap o.s.frv.8. Brjóstaupplyfting án púðaHér eru brjóstunum lyft upp, geirvartan færð ofar og húðin strekkt umhverfis kirtilinn sem oft er aðeins minnkaður. Það er algengur misskilningur að þegar ör er umhverfis geirvörtuna hafi hún verið tekin af og sett á aftur. Einungis ysta lag húðarinnar er tekið af og geirvartan færð ofar á brjóstið. Mjólkurgangar haldast oftast óskaddaðir og yfirleitt er hægt að hafa barn á brjósti.9. Brjóstaupplyfting með púðumEf brjóstin eru mjög „tóm“ og kirtilvefur er lítill er oftast mælt með að setja púða um leið og þeim er lyft. Ör eru umhverfis og undir vörtubaug og yfirleitt í brjóstafellingunni undir brjóstinu. Betri fylling helst ofan á brjóstinu ef púði er settur um leið og brjóstaupplyfting er framkvæmd.10. AndlitslyftingHér er strekkt á húð og undirhúð andlits og háls með skurði frá hársverði niður framan við eyru og aftur fyrir eyrun. Tilgangurinn er að slétta húð og minnka hrukkur. Húðin missir teygjanleika sinn með aldrinum og eru svæðin í kringum augu og enni viðkvæmust.Hér má sjá forsíðuna af nóvemberblaði Glamour. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Nóvemberútgáfan af Glamour kemur í verslanir í dag en þar er meðal annars fjallað um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi. Í blaðinu fræðir Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir, lesendur Glamour um heim bótox, brjóstastækkana og andlitslyftinga. Hér að neðan má sjá topp 10 lista yfir vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi en um er að ræða óformlegan lista frá Þórdísi. Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Glamour. 1. BótoxSjö ár eru síðan byrjað var að nota bótox á Íslandi í fegrunarlækningum. Það er ekki spurning að vinsældir þess hafa farið ört vaxandi. Bótox er lyf sem sprautað er undir húðina og slakar staðbundið á undirliggjandi vöðvum sem gerir það að verkum að hrukkur minnka. Notað á réttan hátt er hægt að kalla bótox yngingarmeðal. Áhrif bótox endast í um 6 mánuði en því oftar sem það er notað dugar það lengur. Algengasti aldurshópur, meðal karla og kvenna, er 35-55 ára.2. FyllingarefniÞetta er einnig meðferð þar sem takmarkið er að minnka hrukkur. Tilbúnu fyllingarefni (hyaluronic acid) er sprautað undir húðina. Algengasta staðsetningin er hrukkurnar meðfram munni í áttina að höku og frá nefi niður að munni. Fyllingarefni er líka notað til þess að gera varir bústnari. Það er kúnst að nota fyllingarefnið og flestir vilja að það sé sem náttúrulegast. Mikilvægt er að fylliefnið sem er notað sé uppleysanlegt, en algengur endingartími er um 1 ár.3. AugnlokaaðgerðirÞetta er algengasta skurðaðgerðin og það þykir almennt ekki mikið tiltökumál að fara í augnlokaaðgerð í þjóðfélaginu. Tilgangur hennar er ekki einungis að líta betur út heldur getur fólki líka almennt liðið betur. Fólk upplifir stundum að þurfa að lyfta augabrúnunum ef augnlokin eru þung og fá við það þreytu og höfuðverk. Þessi aðgerð opnar augnsvæðið og fólki getur liðið betur. Eins er mun þægilegra fyrir konur að mála sig á augnsvæðinu.4. BrjóstastækkunSilíkonpúðar eru notaðir til brjóstastækkunar. Oftast er gerður skurður hliðlægt undir brjóstið til þess að koma púðanum fyrir. Púðinn er síðan settur annaðhvort undir eða yfir brjóstvöðvann. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur um klukkustund. Algengasti aldurshópurinn er undir 45 ára.5. FitusogFitusog er ekki megrunaraðgerð en er notað til að leiðrétta staðbundna fitudreifingu á óheppilegum stöðum. Algengustu svæði geta verið; framan á kvið, mjaðmir, háls, utan- og innanverð læri, hné og upphandleggir. 6. SvuntaAðgerð sem er gerð til að fjarlægja slappa og hangandi húðfellingu framan á kviðnum, oftast tengist það meðgöngu eða þyngdartapi. Fitusog á mjöðmum er oftast framkvæmt samhliða aðgerðinni. 7. Skipting á púðumMælt er með að skipta um eldri tegundir af púðum eftir 10 ár. Púðar sem notaðir eru í dag eru með ævilanga ábyrgð frá framleiðanda. Það getur samt komið rof á himnuna utan um silíkonið (1 prósent kvenna á 8 ára tímabili) og er nauðsynlegt fyrir konur að láta fylgjast með sér. En brjóst breytast samt oft með tímanum og konur vilja stundum skipta um púða þrátt fyrir að þeir séu heilir. Ástæðurnar geta verið slöpp brjóst eftir brjóstagjöf, þyngdartap o.s.frv.8. Brjóstaupplyfting án púðaHér eru brjóstunum lyft upp, geirvartan færð ofar og húðin strekkt umhverfis kirtilinn sem oft er aðeins minnkaður. Það er algengur misskilningur að þegar ör er umhverfis geirvörtuna hafi hún verið tekin af og sett á aftur. Einungis ysta lag húðarinnar er tekið af og geirvartan færð ofar á brjóstið. Mjólkurgangar haldast oftast óskaddaðir og yfirleitt er hægt að hafa barn á brjósti.9. Brjóstaupplyfting með púðumEf brjóstin eru mjög „tóm“ og kirtilvefur er lítill er oftast mælt með að setja púða um leið og þeim er lyft. Ör eru umhverfis og undir vörtubaug og yfirleitt í brjóstafellingunni undir brjóstinu. Betri fylling helst ofan á brjóstinu ef púði er settur um leið og brjóstaupplyfting er framkvæmd.10. AndlitslyftingHér er strekkt á húð og undirhúð andlits og háls með skurði frá hársverði niður framan við eyru og aftur fyrir eyrun. Tilgangurinn er að slétta húð og minnka hrukkur. Húðin missir teygjanleika sinn með aldrinum og eru svæðin í kringum augu og enni viðkvæmust.Hér má sjá forsíðuna af nóvemberblaði Glamour.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira