Innlent

Nöfnin Mírey, Diljar og Emir í lagi, Bjarkarr ekki

Bjarki Ármannsson skrifar
Ung reykvísk börn að leik. Drengir í hópnum mega löglega bera nöfnin Diljar og Emir en ekki Bjarkarr.
Ung reykvísk börn að leik. Drengir í hópnum mega löglega bera nöfnin Diljar og Emir en ekki Bjarkarr. Vísir/Vilhelm
Stúlkunöfnin Kalmara og Mírey og drengjanöfnin Diljar og Emir hafa verið færð á mannanafnaskrá samkvæmt nýjum úrskurðum sem birtir hafa verið á vef innanríkisráðuneytisins. Beiðnir um nöfnin fjögur voru allar samþykktar af mannanafnanefnd, sem taldi nöfnin öll uppfylla lagaákvæði um mannanöfn.

Aftur á móti hafnaði nefndin endurupptöku í máli um eiginnafnið Bjarkarr, en beiðni um að fá að skýra barn því nafni var hafnað árið 2013. Nefndin taldi ekkert fram komið sem bendi til þess að úrskurðurinn frá því fyrir tveimur árum hefði byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, né að hann hafi byggt á atvikum sem hafi síðan breyst verulega. 


Tengdar fréttir

Óheimilt að synja Harriet um vegabréf

Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.