Jumanji fagnar tuttugu ára afmæli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eitt af eftirminnilegum atriðum úr myndinni þar sem pelíkani neitar að láta spilið af hendi. Vísir/Getty Það muna sjálfsagt margir eftir hinni æsispennandi atburðarás sem fór af stað þegar systkinin Judy og Peter grípa í gamalt borðspil sem þau finna uppi á háalofti í nýjum híbýlum sínum. Atburðarásin á sér að sjálfsögðu stað í kvikmyndinni Jumanji sem frumsýnd var fyrir tuttugu árum og á enn þann dag í dag stað í hjarta fjölmargra áhorfenda. Myndin skartar leikaranum Robin Williams í einu af aðalhlutverkjunum, en Williams lést í ágúst árið 2014, auk þess sem leikkonan Kirsten Dunst fer með hlutverk Judy. Handritið að myndinni er skrifað upp úr samnefndri barnabók eftir Chris Van Allsburg sem kom út árið 1981. Í upphafi myndarinnar sjást tveir ungir drengir grafa borðspilið og frá því berst dynjandi trommusláttur. Öld síðar finnur drengur að nafni Alan Parrish Jumanji og spilar það við vinkonu sína. Fljótlega verður þó ljóst að hér er ekki um einfalt Monopoly að ræða og kristalskúla á miðju borðinu sendir dullarfull skilaboð eftir hvert kast og eftir að hafa setið við spilið í stutta stund ásamt vinkonu sinni sogast Alan inn í spilið og kristalskúlan segir að hann muni dvelja á einangruðum stað þar til einhver fær upp fimm eða átta á teningnum. Rúmum þrjátíu árum síðar finna svo systkinin Judy og Peter spilið og fljótlega verður allt vitlaust. Óðir apakettir æða um allt og þegar Peter kastar teningnum og fær upp fimm kemur fullvaxta ljón og Alan sjálfur birtist fúlskeggjaður og fullorðinn úr spilinu eftir áralanga útlegð. Þríeykið áttar sig á því að þau þurfi að klára spilið til þess að martröðin endi og þau þurfa að fá vinkonu Alans, sem spilaði spilið með honum þegar hann sogaðist inn í það, til þess að taka þátt og hjálpa þeim að ljúka verkinu. Myndin hlaut góðar viðtökur og var jafnvel ráðist í gerð sjónvarpsseríu og í fyrra seldist spilið sjálft, sem var leikmunur í myndinni á eBay, fyrir 60.800 bandaríkja dali. Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Sony Pictures Entertainment að fyrirtækið hygðist endurgera myndina og stefnt væri að því að hún kæmi út þann 25. desember árið 2016. Tryggir aðdáendur myndarinnar brugðust ókvæða við og vöktu tíðindin ekki mikla lukku og gagnrýndi Bradley Pierce, sem fór með hlutverk Peters, áformin. Bíó og sjónvarp Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Það muna sjálfsagt margir eftir hinni æsispennandi atburðarás sem fór af stað þegar systkinin Judy og Peter grípa í gamalt borðspil sem þau finna uppi á háalofti í nýjum híbýlum sínum. Atburðarásin á sér að sjálfsögðu stað í kvikmyndinni Jumanji sem frumsýnd var fyrir tuttugu árum og á enn þann dag í dag stað í hjarta fjölmargra áhorfenda. Myndin skartar leikaranum Robin Williams í einu af aðalhlutverkjunum, en Williams lést í ágúst árið 2014, auk þess sem leikkonan Kirsten Dunst fer með hlutverk Judy. Handritið að myndinni er skrifað upp úr samnefndri barnabók eftir Chris Van Allsburg sem kom út árið 1981. Í upphafi myndarinnar sjást tveir ungir drengir grafa borðspilið og frá því berst dynjandi trommusláttur. Öld síðar finnur drengur að nafni Alan Parrish Jumanji og spilar það við vinkonu sína. Fljótlega verður þó ljóst að hér er ekki um einfalt Monopoly að ræða og kristalskúla á miðju borðinu sendir dullarfull skilaboð eftir hvert kast og eftir að hafa setið við spilið í stutta stund ásamt vinkonu sinni sogast Alan inn í spilið og kristalskúlan segir að hann muni dvelja á einangruðum stað þar til einhver fær upp fimm eða átta á teningnum. Rúmum þrjátíu árum síðar finna svo systkinin Judy og Peter spilið og fljótlega verður allt vitlaust. Óðir apakettir æða um allt og þegar Peter kastar teningnum og fær upp fimm kemur fullvaxta ljón og Alan sjálfur birtist fúlskeggjaður og fullorðinn úr spilinu eftir áralanga útlegð. Þríeykið áttar sig á því að þau þurfi að klára spilið til þess að martröðin endi og þau þurfa að fá vinkonu Alans, sem spilaði spilið með honum þegar hann sogaðist inn í það, til þess að taka þátt og hjálpa þeim að ljúka verkinu. Myndin hlaut góðar viðtökur og var jafnvel ráðist í gerð sjónvarpsseríu og í fyrra seldist spilið sjálft, sem var leikmunur í myndinni á eBay, fyrir 60.800 bandaríkja dali. Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Sony Pictures Entertainment að fyrirtækið hygðist endurgera myndina og stefnt væri að því að hún kæmi út þann 25. desember árið 2016. Tryggir aðdáendur myndarinnar brugðust ókvæða við og vöktu tíðindin ekki mikla lukku og gagnrýndi Bradley Pierce, sem fór með hlutverk Peters, áformin.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein