Jumanji fagnar tuttugu ára afmæli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eitt af eftirminnilegum atriðum úr myndinni þar sem pelíkani neitar að láta spilið af hendi. Vísir/Getty Það muna sjálfsagt margir eftir hinni æsispennandi atburðarás sem fór af stað þegar systkinin Judy og Peter grípa í gamalt borðspil sem þau finna uppi á háalofti í nýjum híbýlum sínum. Atburðarásin á sér að sjálfsögðu stað í kvikmyndinni Jumanji sem frumsýnd var fyrir tuttugu árum og á enn þann dag í dag stað í hjarta fjölmargra áhorfenda. Myndin skartar leikaranum Robin Williams í einu af aðalhlutverkjunum, en Williams lést í ágúst árið 2014, auk þess sem leikkonan Kirsten Dunst fer með hlutverk Judy. Handritið að myndinni er skrifað upp úr samnefndri barnabók eftir Chris Van Allsburg sem kom út árið 1981. Í upphafi myndarinnar sjást tveir ungir drengir grafa borðspilið og frá því berst dynjandi trommusláttur. Öld síðar finnur drengur að nafni Alan Parrish Jumanji og spilar það við vinkonu sína. Fljótlega verður þó ljóst að hér er ekki um einfalt Monopoly að ræða og kristalskúla á miðju borðinu sendir dullarfull skilaboð eftir hvert kast og eftir að hafa setið við spilið í stutta stund ásamt vinkonu sinni sogast Alan inn í spilið og kristalskúlan segir að hann muni dvelja á einangruðum stað þar til einhver fær upp fimm eða átta á teningnum. Rúmum þrjátíu árum síðar finna svo systkinin Judy og Peter spilið og fljótlega verður allt vitlaust. Óðir apakettir æða um allt og þegar Peter kastar teningnum og fær upp fimm kemur fullvaxta ljón og Alan sjálfur birtist fúlskeggjaður og fullorðinn úr spilinu eftir áralanga útlegð. Þríeykið áttar sig á því að þau þurfi að klára spilið til þess að martröðin endi og þau þurfa að fá vinkonu Alans, sem spilaði spilið með honum þegar hann sogaðist inn í það, til þess að taka þátt og hjálpa þeim að ljúka verkinu. Myndin hlaut góðar viðtökur og var jafnvel ráðist í gerð sjónvarpsseríu og í fyrra seldist spilið sjálft, sem var leikmunur í myndinni á eBay, fyrir 60.800 bandaríkja dali. Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Sony Pictures Entertainment að fyrirtækið hygðist endurgera myndina og stefnt væri að því að hún kæmi út þann 25. desember árið 2016. Tryggir aðdáendur myndarinnar brugðust ókvæða við og vöktu tíðindin ekki mikla lukku og gagnrýndi Bradley Pierce, sem fór með hlutverk Peters, áformin. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Það muna sjálfsagt margir eftir hinni æsispennandi atburðarás sem fór af stað þegar systkinin Judy og Peter grípa í gamalt borðspil sem þau finna uppi á háalofti í nýjum híbýlum sínum. Atburðarásin á sér að sjálfsögðu stað í kvikmyndinni Jumanji sem frumsýnd var fyrir tuttugu árum og á enn þann dag í dag stað í hjarta fjölmargra áhorfenda. Myndin skartar leikaranum Robin Williams í einu af aðalhlutverkjunum, en Williams lést í ágúst árið 2014, auk þess sem leikkonan Kirsten Dunst fer með hlutverk Judy. Handritið að myndinni er skrifað upp úr samnefndri barnabók eftir Chris Van Allsburg sem kom út árið 1981. Í upphafi myndarinnar sjást tveir ungir drengir grafa borðspilið og frá því berst dynjandi trommusláttur. Öld síðar finnur drengur að nafni Alan Parrish Jumanji og spilar það við vinkonu sína. Fljótlega verður þó ljóst að hér er ekki um einfalt Monopoly að ræða og kristalskúla á miðju borðinu sendir dullarfull skilaboð eftir hvert kast og eftir að hafa setið við spilið í stutta stund ásamt vinkonu sinni sogast Alan inn í spilið og kristalskúlan segir að hann muni dvelja á einangruðum stað þar til einhver fær upp fimm eða átta á teningnum. Rúmum þrjátíu árum síðar finna svo systkinin Judy og Peter spilið og fljótlega verður allt vitlaust. Óðir apakettir æða um allt og þegar Peter kastar teningnum og fær upp fimm kemur fullvaxta ljón og Alan sjálfur birtist fúlskeggjaður og fullorðinn úr spilinu eftir áralanga útlegð. Þríeykið áttar sig á því að þau þurfi að klára spilið til þess að martröðin endi og þau þurfa að fá vinkonu Alans, sem spilaði spilið með honum þegar hann sogaðist inn í það, til þess að taka þátt og hjálpa þeim að ljúka verkinu. Myndin hlaut góðar viðtökur og var jafnvel ráðist í gerð sjónvarpsseríu og í fyrra seldist spilið sjálft, sem var leikmunur í myndinni á eBay, fyrir 60.800 bandaríkja dali. Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Sony Pictures Entertainment að fyrirtækið hygðist endurgera myndina og stefnt væri að því að hún kæmi út þann 25. desember árið 2016. Tryggir aðdáendur myndarinnar brugðust ókvæða við og vöktu tíðindin ekki mikla lukku og gagnrýndi Bradley Pierce, sem fór með hlutverk Peters, áformin.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“