Enski boltinn

Nasri frá í þrjá mánuði til viðbótar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Samir Nasri hefur lítið getað spilað á þessu tímabili.
Samir Nasri hefur lítið getað spilað á þessu tímabili. vísir/getty
Samir Nasri, miðjumaður Manchester City, verður frá keppni næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann nánast allt tímabilið.

Frakkinn hefur aðeins komið tvisvar sinnum við sögu hjá City í deildinni síðan um miðjan september og í bæði skiptin sem varamaður.

Hann glímir við tognun aftan í læri og verður lengur frá keppni en búist var við. Nasri greindi frá nýjustu meiðslunum á Instagram-síðu sinni.

„Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari. Ég kem aftur betri en nokkru sinni fyrr. Sé ykkur eftir þrjá mánuði,“ skrifaði Nasri við mynd af sér á hækjum.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður byrjaði sinn eina leik í deildinni gegn Crystal Palace í september en hefur ekki komið við sögu hjá liðinu síðan í 5-1 rústinu á Bournemouth 17. október.

What doesn't kill you make you stronger. I will be back better than ever see you in 3 months

A photo posted by Samir Nasri (@samnasri8) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×