Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 14:01 Forsætisráðherra Egyptalands, Sherif Ismail, kannar hér aðstæður á slysstaðnum í Hassan. vísir/ap Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla. Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla.
Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46