Lífið

Byggðu skemmtigarð í Laugardalnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi barna byggðu þekktar íslenskar byggingar í Minecraft á afmælishátíð Tölvulistans í dag og í gær. Kennari frá Skemu hjálpaði börnunum við að byggja hús eins og Perluna, Hallgrímskirkju og Ráðhús Reykjavíkur. Þá gátu gestir prófað kynningarútgáfu af Gunjack, sem er nýr sýndarveruleikaleikur frá CCP.

Í gær voru átta tölvur notaðar við bygginguna í húsnæði Tölvulistans við Suðurlandsbraut, en í dag var þeim fjölgað í 18 vegna mikillar aðsóknar.

Krakkarnir byggðu skemmtigarð á auðu svæði sem afmarkaðist við laugardalinn og þar byggðu þau einnig áðurnefndar þekktar byggingar. Minecraft er einn af vinsælustu tölvuleikjum heims og eru um 100 milljón skráðir notendur sem spila leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.