Enski boltinn

Ronaldo grét í hálfleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson er hér að hrósa Ronaldo.
Ferguson er hér að hrósa Ronaldo. vísir/getty
Það lekur sjálfstraustið af Cristiano Ronaldo og hefur alltaf gert. Þegar hann kom aftur á móti til Man. Utd sem ungur maður þá var skrápurinn ekki þykkur.

Í nýrri bók um leikmanninn, sem er væntanleg, kemur fram að hann hafi brotnað niður í hálfleik í Meistaradeildarleik gegn Benfica.

Hann vildi ólmur sanna sig í leiknum og svo mikið að hann virtist gleyma því að hann ætti liðsfélaga á vellinum. Hann hreinlega gaf ekki boltann.

„Hver heldurðu að þú sért? Ertu í liði með sjálfum þér? Þú verður aldrei alvöru leikmaður ef þú hagar þér svona," sagði Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Man. Utd, grimmur við drenginn unga í leikhléinu.

Leikmenn tóku undir og skömmuðu Ronaldo sem brotnaði saman og grét fyrir framan liðsfélagana. Það var lexía sem liðsfélagar hans leyfðu honum ekki að gleyma. Smám saman lærði Ronaldo svo að gefa boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×